Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 237
235
og venjulega er gert við slíkar rannsóknir. Síðan fór hann með verk-
færi, fyrst „speculum“, síðan kúlutöng og síðast kanna (,,sondu“) inn
í fæðingarveg (vagina) stúlkunnar.“ Læknirinn „neitar ... því ein-
dregið, að nokkuð hafi komið eða farið niður af stúlkunni eða að hann
hafi deyft hana. I kringum legopið bar nokkuð á sárum (erosiones).
Sýnilegt var, að stúlkan var með blæðingu, en hann hélt, að þetta
væri venjuleg tíðablæðing." Læknirinn kveðst „hafa farið með áður
greind verkfæri, sem voru blóðug, í þvottaskál eftir rannsóknina.“
Hann „staðhæfir ... að þetta hafi alis ekki verið annað en skoðun
eða rannsókn, en alls ekki nein aðgerð verið framkvæmd. Mun skoð-
unin eða rannsóknin hafa tekið um 10—15 mínútur.“ Nánara lýsir
læknirinn rannsókn sinni á þá leið, „að fyrst hafi hann þrýst fingrum
annarrar handar á kvið G. rétt ofan við lífbeinið. Þá . .. strax sann-
færzt um það, að íyrirferðaraukning var ekki hjá henni í kviðnum og
að það passaði ekki, sem G. hafði sagt honum, þ. e.: að hún væri búin
að ganga með í að minnsta kosti þrjá mánuði, en það var tími sá, sem
honum skildist á henni, að hún teldi sig vera búna að ganga með.“
Hann tekur sérstaklega fram, að hann „hafi . .. ekki farið með fingur
sinn inn í vagina upp að leginu (þ. e. ekki gert bimanuel palpation)
og ekki ýtt á kvið G. með hinni hendinni, til að fá legið þannig á milli
fingra sér“ og „ekki . .. neitt athugað frekara stærð legsins, er hann
hafði fengið þá skoðun, að G. væri ekki búin að ganga með í 3 mán-
uði.“ Eftir áþreifinguna kveðst læknirinn hafa sett „speculum inn í
leggöng G.“ G. ber einnig, „að hún muni ekki eftir því“, að læknirinn
„færi þá eða síðar með fingur sinn einn eða tvo inn í leggöng hennar
og þrýsti með hinni hendinni niður á við á kvið hennar.“ Kveðst hún
„ekki muna betur en að“ hann „færi strax með verkfærin inn í leg-
göng hennar, eftir að hún var komin á lækningaborðið." Læknirinn
„kveðst ekki liafa sótthreinsað tækin, sem hann notaði við skoðunina
á G., fyrir skoðunina. Kveðst hann ekki sótthreinsa tæki, sem hann
notar við skoðun slíka sem um ræðir í máli þessu, áður en hún fer
fram. Hann man ekki, hvenær tækin, sem hann notaði við skoðunina
á G., voru seinast sótthreinsuð fyrir skoðunina. Hann kveðst ekki
hafa notað hanzka við skoðunina, og sjálfur var hann ekki sérstak-
lega sótthreinsaður. Hann tekur fram, að hann þvoi sér um hendur
á lækningastofunni, ef hann skitnar út á höndum við starf sitt þar.
Hann man þó ekki eftir því, hvort hann hafi þvegið sér um hendurnar
á lækningastofunni, áður en hann skoðaði G. En áður en hann kom
á lækningastofuna þennan morgun, hafði hann framkvæmt uppskurð
nýverið á Sóllieimum og þá að sjálfsögðu þvegið sér um hendurnar þar
eftir það verk.“ Við réttarhöldin í málinu voru lögð fram „þrjú læknis-
áhöld: speculum, kúlutöng og kanni (augnsonda með blaði á miðju).“
Kannast læknirinn við, „að þetta séu áhöld þau, sem hann notaði við
skoðunina á G. og ... í sama ásigkomulagi." Hann „kveðst hafa notað
kúlutöngina til að þerra blóð, sem var í fæðingarveginum, og hreinsa
legopið . .. hafa notað kannann vegna sárs, sem var í legopinu, sárið
var lítið, A arla á stærð við einseyring.“ Hann „stakk ... kannanum í
sárið og kannaði eiginleika þess. Hann kveðst ekki hafa farið með
kannann inn í legopið, heldur aðeins í sárið, sem var á rönd legops-