Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 238
236
ins ... Fyrst kveðst hann hafa farið með speculum inn í fæðingar-
veginn, opnað tækið eins og þurfti, til þess að geta séð „portio.“ Á
tækinu er skrúfa til að stilla og festa það eins og þarf (sjálfhald-
andi speculum).“ Hann „stillti ... tækið og festi það“ og fór síðan
„með kúlutöngina með „tampon“ á inn í fæðingarveginn og þurrkaði
blóð og slíin, sem þar var fyrir. Fremra legopið var nokkuð útvíkkað
og litur opsins eðlilegur, en þó ef til vill í rauðara lagi. Hann sá síðan
sárið, er áður greinir, og stakk hann þá kannanum í það ... Neitar
hann því að hafa farið með kannann eða nokkurt annað áhald inn í
legopið. Því næst setti hann kompressu við ytri fæðingarpartana . .,
losaði síðan skrúfuna á speculum og tók tækið burtu. Annað gerði
. .. (hann) ekki við stúlkuna.“
Fyrir dómaranum lýsti læknirinn aðferðum lækna lege artis við
fóstureyðingar, svo og tíðustu aðferðum kvenna, sem leitast við að
eyða fóstri sínu sjálfar, og enn fremur aðferðum „fúskara".
G. Ó-dóttir var samdægurs lögð inn á handlæknisdeild Landsspítalans
og skoðuð þar kl. 7 síðdegis. í skýrslu yfirlæknis deildarinnar, Guðmund-
ar próf. Thoroddsens, dags. 28. apríl, segir svo: „Engin blæðing var sýni-
leg á getnaðarfærum að utan, en lítils háttar blóðvætl var innst í leg-
göngum. Leggangahluti legsins er mjúkur og liturinn dekkri en eðlilegt
er, þar sem ekki er um barnsþykkt að ræða. Legopið er nokkuð útvikk-
að, en ekkert rifið upp í það og engin sýnileg för eftir tengur. Farið var
með venjulega „tampontöng“ (þvermál c. 4 mm) upp í leghálsgöngin og
gekk hún greiðlega upp, en varla lengra en upp undir innra legop,
og þótti ekki ráðlegt að fara með annað verkfæri alla leið inn i leg-
hol, ef um barnsþykkt skyldi vera að ræða.
Þá var þreifað um legið, sein virtist lítið eitt stækkað, nokkuð mjúkt
á pörtum og' vel hreyfanlegt.
Mér þykir ekki sennilegt, að þennan dag hafi verið tæmt út egg
með fóstri hjá þessari stúlku, til þess eru leghálsgöng allt of þröng,
þegar ofar dregur. Ómögulegt er að segja um það, hvort farið hefur
verið upp i legið með verkfærum.
Sennilegt má telja, að stúlkan sé vanfær, vegna tíðateppu, stækk-
unar á legi og litarbreytingar, en önnur þykktareinkenni finnast ekki,
t. d. ekki völcvi í brjóstum.
Stúlkan hefur síðan legið í handlæknisdeild Landsspítalans. Hún
hefur haft nokkra verki neðst í kvið og lítils háttar blæðingu um leg-
göng, en egghlutar hafa ekki gengið niður.“
í framhaldsskýrslu yfirlæknisins, dags. 30. apríl, segir enn fremur:
„I fyrrakvöld kom frá henni stykki, sem líktist eggbelgjum með kögri.
Var það sent til rannsóknar í Rannsóknarstofu Háskólans og kom þá
í Ijós, að þarna var um egghluta að ræða, og sýnir það ótvírætt, að
stúlkan hefur verið barnshafandi. Nánari lýsing frá Rannsóknarstofu
Háskólans segir:
„Sent er óreglulega lagað vefja[r]stykki, sem mælist ca. 5y2 cm á
lengd, ca. 3 cm á breidd og ca. 1 cm á þykkt. Yfirborðið er á allstóru
svæði Jiakið kögurlíkum smátotum. Þegar skorið er gegnum vefinn,
er hann ýmist rauðgráleitur eða dökkrauðbrúnleitur, blóðhlaupinn.
Vefurinn er fremur linur átöku.