Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 240
238
Sakadómari beindi með bréfi 23. maí eftirfarandi spurningum til
héraðslæknisins í Reykjavík ...:
„1- Hagar kærði rétt og eðlilega, eftir því sem á stóð, rannsókn sinni
á hinni vanfæru konu, eins og hann lýsir vinnubrögðum sínum,
ef ætlun hans var sú ein að staðreyna, hvort hún væri vanfær?
2. Að hverju leyti eiga áhöld þau, sem lcærði telur sig hafa farið
með inn í fæðingarveg konunnar, rétt á sér við venjulega athugun
á því, hvort kona sé vanfær?
3. Hafði kærði rétt til að fullyrða, eftir þá rannsókn á konunni, sem
hann telur sig hafa framkvæmt, „að hún væri alls ekki barns-
hafandi“?
4. Er líklegt, að þau þykktareinkenni á leggangahluta legs konunn-
ar, sem komu í ljós á Landsspítalanum við athugun samdægurs,
hafi farið fram hjá æfðum lækni við jafngrandgæfilega skoðun á
þeim hluta legsins sem kærði lýsir?
5. Er hugsanlegt, að „sár (erosiones)“, sein kærði telur hafa verið
umhverfis legop konunnar, hafi verið horfin, er hún var athuguð
á Landsspítalanum sama dag?
6. Mundu slíkar erosiones hafa gefið eðlilegt tilefni til þeirrar
áhaldanotkunar, setn kærði lýsir?
7. Verður fósturláti komið af stað með þeim áhöldum, sem kærði
telur sig hafa farið með inn í fæðingarveg konunnar?
8. Eru ummerki þau, sem fundust við athugun konunnar á Lands-
spitalanum, svo og á því, sem frá henni kom, eins og búast mætti
við, ef fósturláti hefði verið komið af stað árdegis 26. f. m. og
með greindum eða svipuðum áhöldum?
9. Eru nokkur ummerkjanna eða önnur atvik, er fram hafa komið
við rannsókn málsins, sem benda til hins gagnstæða frá læknis-
fræðilegu sjónarmiði skoðað?
10. Fær það staðizt eftir viðurkenndum læknisreglum að fara með
ósótthreinsuð áhöld að konunni á þann hátt, sem ákærði telur
sig hafa gert, sjálfur auk þess með ósótthreinsaðar og óhanzka-
varðar hendur, og þó að ekki hefði verið um annað að ræða en
rannsókn á þvi, hvort konan var vanfær, en með sérstöku tilliti
til þess, að til greina kom að áliti ákærða „byrjun á tíðum eða
byrjandi fósturlát“?
11. Lýsir kærði rétt aðferðunum við eyðingu fósturs?“
Færðist héraðslæknirinn undan að svara spurningunum með tilliti
til þess, hve sérfræðilegar þær væru, og benti á að leita umsagnar yfir-
læknisins við handlæknisdeild Landsspítalans, Guðmundar próf.
Thoroddsens, sem og þegar hefði aðstoðað við rannsókn málsins.
Svör yfirlæknisins eru á þessa leið:
„Svar við 1. spurningu: Nei. Varla er hægt að búast við því að geta
fundið barnsþykkt ekki lengra á veg komna og því síður útiloka hana
með þvi einu að þreifa með hendi á kviði konunnar. Skoðun á leg-
göngum og leggangahluta legsins sýnir aðeins litarbreytingar, og er
það óábyggilegt þykktareinkenni, nema til stuðnings og sainanburðar
við önnur einkenni.
Svar við 2. spurningu: Legspegill (speculum) á rétt á sér og sömu-