Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Qupperneq 2
Vera Knútsdóttir
Sjálfsmynd og ókennileiki
á tímum fjármálahruns
Um hrunskáldsögurnar Ég man þig eftir
Yrsu Sigurðardóttur og Hvítfeld: Fjölskyldusaga
eftir Kristínu Eiríksdóttur
Í október 2008 átti Hrunið sér stað og í kjölfarið hófu skáldsagnahöfundar að
fjalla um atburðina svo til varð grein hrunbókmennta. Hugmyndin um hrunbók-
menntir hefur verið glögglega skilgreind og rædd, til dæmis í bók Aleric Hall,
Útrásarvíkingar: The Literature of the Icelandic Financial Crisis (2008-2014) en einn-
ig má nefna vefsíðuna Hrunið, þið munið sem bókmenntafræðingurinn Jón Karl
Helgason og sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson komu á laggirnar og
geymir skrá yfir þau fræðirit og bækur sem gefnar voru út á tímabilinu 2008 til
2014 og takast á við atburðina.1 Markmið greinarinnar er að fjalla um skáldsög-
ur tveggja íslenskra kvenrithöfunda sem beita fagurfræði hins ókennilega (e. the
uncanny, þ. das unheimliche) til að takast á við atburði fjármálahrunsins árið 2008.
Sögurnar sem um ræðir eru Ég man þig (2010) eftir Yrsu Sigurðardóttir, og Hvít-
feld: Fjölskyldusaga (2012) eftir Kristínu Eiríksdóttur.2 Sögurnar eru yfirleitt ekki
nefndar í almennri umræðu um hrunbókmenntir en hrunið er engu að síður nefnt
sem augljós áhrifavaldur þegar verkin komu út þó þess sé ekki getið í stöðluðum
kynningartextum verkanna. Í ritdómi um Ég man þig á Bókmenntavefnum fjallar
Úlfhildur Dagsdóttir um „kreppuna“ sem mikilvægan þátt í sögunni og bendir
á að fyrri saga Yrsu, Horfðu á mig, hafi einnig vísað í það samfélagsástand, en því
1 Aleric Hall, Útrásarvíkingar!: The Literature of the Icelandic Financial Crisis (2008-2014),
punctum books, 2020; Hrunið, þið munið: Ráðstefnubanki – gagnabanki, sótt 28. mars 2023 af
https://hrunid.hi.is/.
2 Yrsa Sigurðardóttir, Ég man þig, Reykjavík: Veröld, 2010; Kristín Eiríksdóttir, Hvítfeld: fjöl-
skyldusaga, Reykjavík: JPV, 2012.
Ritið
1. tbl. 23. árg. 2023 (7-36)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar og
höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.23.1.1
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).