Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 4
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS
9
hvernig þetta kemur fram í skáldsögunum, er vert að draga saman hvernig
efnhagshrunið olli menningarlegri sjálfsmyndarkrísu í íslensku samfélagi, en í
kjölfarið mun ég skilgreina hvernig fagurfræði hins ókennilega speglar jafnt fjár-
málaáhyggjur sem og sjálfsmyndarkvíða tímabilsins.
Fjármálahrun, sjálfsmyndarkvíði og hið ókennilega
Afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 birtast á tveimur sviðum í íslensku
samhengi; í fjármálum og í hugmyndum um menningarlega sjálfsmynd sem
þjóðin á sameiginlega. Fjármálahrunið var hluti af alþjóðlegu hruni sem átti
upphaf sitt í gjaldþroti fjárfestingafélagsins Lehmann Brothers á Wall Street í
september árið 2008 og leiddi til efnhagskreppu víða um heim; í löndum beggja
vegna Atlantshafsins og sannarlega á fleiri stöðum en Íslandi. Sem dæmi má
nefna að hin alþjóðlega efnhagskreppa hafði djúpstæð áhrif á Írlandi og Spáni,
þar sem enn má sjá afleiðingar hennar á til dæmis húsnæðismarkaði.7 Það er
áhugavert að fagurfræði hins ókennilega birtist einnig sem andsvar við sömu
fjármálakreppu annars staðar en á Íslandi. Þannig fjallar Annie McClanhahan
um hvernig hrollvekjan, sem grein í afþreyingarefni, endurspeglar fjármála-
áhyggjur sem tíðaranda í kjölfar hruns í Bandaríkjunum í bókinni Dead Pledges:
Debt, Crisis, and Twenty-First-Century Culture, og Molly Slavin ræðir hvernig yfir-
gefin og hálfbyggð hús verða að viðfangsefni írskra bókmennta á krepputímum í
greininni „Ghost Stories, Ghost Estates: Melancholia in Irish Recession Literat-
ure.“8 Báðar vísa þær til þeirrar hefðar sem tengir gotneskar bókmenntir átjándu
og nítjándu aldar við fjármálaáhyggjur miðstéttarinnar, fjárhagslegt óöryggi
hennar og ótrygga félagslega stöðu. Bernice Murphy skrifar til að mynda:
að sjálfsögðu er það ekki nýmæli í fræðaskrifum að draga fram tengsl á
milli húsa sem eru reimd og fjárhagslegs óstöðugleika í samtímanum.
Eins og Andrew Smith útlistar, er löng hefð fyrir því að tengja átjándu
og nítjándu aldar gotneskan stíl við fjármálaáhyggjur millistéttarinnar,
af fjárhagslegu óöryggi og viðkvæmri félagslegri stöðu. [...] Í ljósi þess
augljósa (og oft nefnda) möguleika að gera grein fyrir samræmi vofu
7 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Precarious States of Being. The 2008 Financial Crisis
in Álfrún Gunnlaugsdóttir‘s Siglingin um síkin and Conor O‘Callaghan‘s Nothing on Earth“,
Iceland-Ireland: Memory, literature, culture on the Atlantic Periphery, ritstjórar Gunnþórunn Guð-
mundsdóttir og fionnuala Dillane, Leiden: Brill, 2022, bls. 35–53, hér bls. 35.
8 Molly Slavin, „Ghost Stories, Ghost Estates. Melancholia in Irish Recession Literature“,
C21 Literature: Journal of 21st-century Writings, 5/2017, bls. 1–21; Annie McClanhahan,
Dead Pledges: Debt, Crisis, and Twenty-First-Century Culture, Stanford University Press, 2016.