Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 6
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS
11
Efnahagshrunið afhjúpar þá hugmyndafræði sem liggur að baki hugmynd-
inni um opinbert minni og sameiginlega sjálfsmynd, en þetta tvennt tengist og
kallast á með margvíslegum hætti, eins og John R. Gillis bendir á:
samsvörun þessara tveggja hugtaka [minni og sjálfsmynd] vekja athygli
okkar á þeirri staðreynd að hugmyndin um sjálfsmynd byggir á hug-
myndinni um minni, og öfugt. Kjarnmerkingu sjálfsmyndar einstakl-
ings eða hóps, það er, skilningur á líkindum í gegnum tíma og rúm,
er viðhaldið með því að muna; og það sem er munað, er skilgreint með
sjálfsmyndinni.12
Sköpun og sviðsetning þjóðarsjálfsmyndar (e. national identity) var mjög áberandi
og allsráðandi á tímum góðæris og við útrás íslensku bankanna frá árunum
2000 til 2008, þegar íslenskir stjórnmálamenn og yfirvöld tóku þátt í að skapa
og setja á svið ákveðna þjóðarímynd. Þá listfræðingurinn, nú rithöfundurinn,
Auður Ava ólafsdóttir fjallar um hina alræmdu ímyndarskýrslu forsætisráðu-
neytisins í greininni „Ímynd Íslands, sagan, menningararfurinn og hin ýmsu
sjálf Íslendingsins: Þjóðarsál íslenskrar samtímamyndlistar“, og nefnir hvernig
hún hafi, strax árið 2008, orðið fyrir talsverðri gagnrýni. Í dag má líta á skýrsl-
una sem ákveðinn vendipunkt sem endurspeglar hápunkt góðæris sem byggði á
ákveðinni blekkingu og sýndarleik, þar sem ímynd hins íslenska útrásarvíkings er í
forgrunni. Skýrslan kom út í mars árið 2008, en Auður lýsir því hvernig nefndin
sem vann skýrsluna leitaðist við að skapa einsleita mynd af þjóð sem stýrist af
„náttúrulegum krafti“ sem „skýri kröftugt viðskiptalíf“.13 Ímyndarskýrslan sýnir
glögglega hvernig útrásarvíkingurinn varð að sameiginlegu tákni sem íslenska
þjóðin átti að líta upp til og laga sig að; hetjuleg ímynd sem fagnar alþjóðavið-
skiptum íslenskra bankamanna, hagnaði og efnhagslegum vexti, um leið og hún
vísar beint í menningararf og sameiginlegt minni þjóðar um sögulega gullöld.14
Bókmenntafræðingurinn Guðni Elísson hefur bent á að orðræða, myndmál og
12 „The parallel lives of these two terms [memory and identity] alert us to the fact that the
notion of identity depends on the idea of memory, and vice versa. The core meaning
of any individual or group identity, namely, a sense of sameness over time and space, is
sustained by remembering; and what is remembered is defined by the assumed identity.“
John R. Gillis, „Introduction: Memory and Identity: History of a Relationship“, Comme-
morations: The Politics of National Identity, ritstjóri John R. Gillis, Princeton, n.J.: Princeton
University Press, 1994, bls. 3–24, hér bls. 3.
13 Auður Ava ólafsdóttir, „Ímynd Íslands, sagan, menningararfurinn og hin ýmsu sjálf:
Þjóðarsál íslenskrar samtímamyndlistar“, Saga 46/2008, bls. 56–85, hér bls. 56.
14 Sama heimild, bls. 56.