Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 18

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 18
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS 23 spennt og hann yfir þessu ævintýri en hafði svo sem heldur aldrei sett sig beinlínis upp á móti því. Þess í stað hafði hún flotið með, látið glepjast af einlægum áhuga hans og fullvissu um að þetta myndi allt ganga að óskum.“ (8) Andavaraleysi Katrínar má tengja við almennt einkenni á hrollvekjunni þar sem sögupersónur eru einkar lunknar við að koma sér ávallt í verstu mögulegu aðstæður þrátt fyrir háværar og ítrekaðar aðvaranir.50 Sem dæmi má nefna þegar ungur nemandi Katrínar segir henni í óspurðum fréttum að fara ekki í húsið: „Drengurinn hafði staðið áfram sem frosinn [...] svo sagði hann með sama trega í röddinni: Ekki fara í húsið. Þú kemur ekki aftur.“ (38) Með þessum hætti nýtir höfundur sér frá- sagnartækni hrollvekjunnar til að skapa spennu og eftirvæntingu í frásögninni, en um leið skírskota þessi stef sterklega til hrunsins, því hér verður eiginmaður- inn, bankastrákurinn, sem olli ef til vill ekki hruninu einn og óstuddur en ber ábyrgð á fjármálavandræðum hjónanna, að grimmu illmenni sem hyggst drepa eiginkonu sína, hina grunlausu Katrínu, til að komast yfir líftryggingu hennar og hagnast á ný.51 Sögupersónurnar í Ég man þig, þau Garðar, Katrín og Líf endurspegla hvernig ólíkir hópar samfélagsins upplifðu hrunið með ólíkum hætti, og um leið ólíka gerendavirkni, það er hversu mikinn þátt hver og einn tók í góðærinu og þeim atburðum sem leiddu til hrunsins og ekki síður hvernig þeir takast á við atburðina eftir hrun. Katrín er passíf aðalsöguhetja og óvirk hrunsögupersóna sem tekur þátt í frásögninni án þess að hafa mikil áhrif á atburðarásina. Per- sónusköpun hennar skírskotar í andvaralausan almúgann sem leyfði nokkrum bankastrákum, eins og Garðari, að leika á sig. Vinkonan Líf, endurspeglar svo enn annan hóp samfélagsins, en þau Katrín og Garðar. Hún kemur úr hærri stigum samfélagsins og er það vel sett að hún virðist ekki þurfa að láta atburði eins og hrun fjárlmálakerfis og gjaldþrot þjóðar hafa áhrif á sig og sitt þægilega líf. Hennar þáttur í framkvæmdunum virðist í fyrstu vera flótti frá einmanaleika og sorg en í upphafi sögunnar er því lýst hvernig hún hafi misst eiginmann sinn nokkuð fyrirvaralaust. Þegar líður á söguna kemur aftur á móti í ljós að hún átti þátt í dauða eiginmanns síns og er komin á Hesteyri til að aðstoða ástmann sinn, Garðar, til að losa sig við eiginkonu sína, Katrínu. Hér notar höfundur tæki- færið til að beita samfélagsástandinu, ísköldum veruleik eftirhrunsins, sem sögusvið fyrir spennandi hrollvekju. Í anda gotnesku hefðarinnar skapar hún svart-hvítar andstæður úr sögupersónum sínum sem hafa um leið sterka skírskotun í hrun- 50 Sjá til dæmis umfjöllun Úlfhildar um söguna á Bókmenntavefnum. 51 „Eins og Garðar yrði betur settur að henni látinni, hann hefði bara setið uppi með helm- ing skuldanna eftir skilnað. Sem ekkill sæti hann uppi með allan pakkann. En svo mundi hún eftir líftryggingunni.“ (bls. 292)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.