Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 19
VERA KnÚTSDóTTIR
24
samfélagið: Katrín er hinn óvirki sakleysingi sem helgað hefur líf sitt að kenna
börnum á lúsarlaunum en hin tvö, þau Garðar og Líf, siðlausir glæpamenn sem
víla ekki fyrir sér að koma mökum sínum fyrir kattarnef til að hagnast á líf-
tryggingu þeirra. Og sagan endar illa fyrir þau öll eða hvað? Við sögulok verða
ákveðin hvörf sem greina mætti sem gotneskan útúrsnúning á hugmyndinni um
sögulausn, þar sem allir þræðir verksins koma heim og saman. Lokakafli verksins
er stuttur og segir frá því hvernig Katrín snýr aftur eftir dauðann sem draugur
sem ásækir húsið á Hesteyri. Hér má velta fyrir sér af hverju hún gengur aftur
og hvort hún í eftirlífinu leiti hefnda eða réttlætis? Lokakaflinn lýsir því hvernig
hún er haldin mikilli reiði sem þarfnast útrásar: „Nú skipti ekkert annað máli
en reiðin sem kraumaði enn innra með henni. En það gerði ekkert til. Hún var
komin heim og ekkert myndi raska ró hennar framar. Hún skyldi sjá til þess.“
(317) Lesendur fá því ef til vill ekki þá skýru lausn sem þeir sóttust eftir en örlög
Katrínar og viðsnúningur frá passífri aðalpersónu yfir í agressífa, veitir þeim
trúlega vissa fróun.
Hvítfeld: Ókennileg fjölskyldusaga
Hvítfeld: Fjölskyldusaga er fyrsta skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur og kom út árið
2012, fjórum árum eftir fall íslensku bankanna og í miðri efnahagskreppu.52 Áður
hafði Kristín sent frá sér smásagnasafnið Doris Deyr (2010) ásamt ljóðabókunum
Kjötbærinn (2004), Annarskonar sæla (2008) og Húðlit auðnin (2006) sem gefin var
út undir merkjum grasrótarhópsins Nýhil.53 Ljóðlist Kristínar er tilraunakennd
og margræð en þau einkenni skila sér einnig í sögum hennar þó að þær séu
raunsæislegri og mun tengdari veruleikanum en söguheimur ljóðanna. Hvítfeld
segir frá Jennu Hvítfeld sem ung að árum hefur ákveðið að lífshlaup hennar
eigi að vera mikilfenglegt: „plottið í mínu lífi átti að vera stórbrotið, flókið og er-
lendis.“ (10) Svo virðist sem það hafi gengið eftir en eftir glæsilegan menntaferil
og árangur í fimleikum hefur Jenna lagt land undir fót vestur um haf til Banda-
ríkjanna til að leggja stund á eðlisfræði og taka þátt í geimþjálfun á vegum Nasa,
á milli þess sem hún mætir í kokteilboð með fallega og fræga fólkinu, ásamt vell-
auðugum eiginmanni sínum. Þessa glæstu útgáfu af lífi sínu hefur Jenna matreitt
ofan í fjölskyldu og vini heima fyrir, auk þess að vera tíður gestur á síðum slúður-
52 Kristín Eiríksdóttir, Hvítfeld: fjölskyldusaga, Reykjavík: JPV, 2012.
53 Doris deyr, Reykjavík: JPV, 2010; Kjötbærinn, Reykjavík: JPV, 2004; Annarskonar sæla, Reykja-
vík: JPV, 2008; Húðlit auðnin, Reykjavík: Nýhil, 2006. Síðar hafa komið út ljóðabækurnar
Kok; Reykjavík: JPV, 2014 og Kærastinn er rjóður; Reykjavík: JPV, 2019 ásamt skáldsögunni
Elín, ýmislegt, Reykjavík: JPV, 2017, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2017.
Þá hefur Kristín einnig skrifað leikrit.