Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 28
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS
33
vegar ekki af jafn glæsilegum bakgrunni vegna þess að forfeður hennar / mínir
hafa verið með allt niðrum sig lengst aftur í aldir.“ (9) Þar sem afinn er valdhafi
fjölskyldunnar, skapar hann ímynd hennar í takt við eigin gildi og viðmið, eða
öllu heldur langanir og þrár, sem aðrir meðlimir fjölskyldunnar verða að laga sig
að. Í stað þess að fá rými til sjálfsuppgötvunar og efla sjálfsmynd sína í takt við
persónulegan þroska, virðast fjölskyldumeðlimir ekki hafa sjálfsmynd, og skapa
í stað þess ímyndir af sjálfum sér, uppspuna sem við nánari athugun virðist ekki
eiga stoð í raunveruleikanum. Þessar hugmyndir skírskota í ímyndunarsköpun
á góðæristímum, ímyndarskýrsluna og hugmyndina um útrásarvíkinginn sem
þjóðin átti að vera stolt af, líta upp til og laga sig að. Afinn verður hér að full-
trúa feðraveldis en goðsagnir hans minna á hugmyndina um hvernig goðsagnir
skapa grundvöllinn í sameiginlegri sjálfsmynd þjóðar. Eins og Kristín segir í
ofangreindu viðtali, virðist þessi ímyndarsköpun halda áfram eftir hrun, í stað
þess að fólk nýti áfallið til að rýna ofan í kjölinn og spyrja sig hvað sé rangt við
þessa ímynd og sköpun hennar, það er huga að sameiginlegri sjálfsmynd þjóðar
og þeim minningum sem liggja henni til grundvallar. Er hún yfirhöfuð til?
Ein frænka Jennu sker sig úr í fjölskyldumynstrinu. Sú heitir Lovísa og er
rannsóknarblaðamaður. Eftir að hafa misst vinnuna við fjögur stór dagblöð sem
öll þurftu að leggja upp laupana í kjölfar hrunsins, stofnar hún eigin miðil með
það að markmiði að varpa gagnrýnu ljósi á íslenskt samfélag og ekki síst á þá
atburði sem leiddu til fjármálahrunsins. Hins vegar virðist enginn deila þessum
áhuga með henni: „Þau skrifuðu langar fréttaskýringar sem enginn nennti að
lesa, aðallega ítarleg viðtöl við fólkið sem sakað var um að beita sér gegn hagvexti
og stundum margar blaðsíður um eitthvað sem annars flögraði hjá í íslenskum
fjölmiðlum.“ (108) Þrátt fyrir kröftug mótmæli í upphafi hrunsins, búsáhalda-
byltinguna svokölluðu, fjaraði sú andstaða hægt og rólega út.66 Við tók tími sem
einkenndist af þrá eftir að hverfa aftur til fyrri tíma sem endurspeglast ekki síst
í ofurtrú á túrisma og landkynningum.67 Lovísa er aftur á móti á höttunum eftir
sannleikanum, bæði á hinu opinbera samfélagslega sviði, en einnig á einkasviði
fjölskyldunnar, því hún leitast við að fletta ofan af leyndarmálum fjölskyldunnar
og komast að kjarnanum: „Kannski er eitthvað sem enginn vill segja upphátt
og kannski er þetta eitthvað skýringin. Fjölskyldan okkar er svolítið eins og felu-
mynd, eins og eitthvað vanti í myndina.“ (160) Lovísa er skýrt dæmi um hrun-
66 Sjá til dæmis Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „The Black Cone“, bls. 134–135.
67 Íslandsstofa er til að mynda stofnuð í miðri kreppu árið 2010 og er kynnt sem „ný stofnun
sem á að markaðssetja og styrkja ímynd Íslands“ eins og segir á vef Stjórnarráðsins. „Ís-
landsstofa formlega stofnuð“ 2. júlí 2010, sótt 8. maí 2023 af https://www.stjornarradid.
is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2010/07/02/Islandsstofa-formlega-stofnud/.