Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 30

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 30
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS 35 að sorgin hafi gleypt sig: „Mér finnst miklu frekar eins og hún [sorgin] sé löngu búin að gleypa mig og ég sé allan daginn að reyna að gægjast upp úr kokinu á henni.“ (55) Dauðsfallið virðist hreyfa við henni og nær að lokum að rjúfa blekk- inguna og fá hana til að horfast í augu við vandamálin. Þessi lærdómur er jafnvel orðaður á einum stað í verkinu, þegar Jenna les viðtal í blaði við konu sem varð fyrir miklu áfalli: „Ég skildi að áföll eru hluti af lífinu og að þau eigi að virka sem eins konar hreyfiafl. Þau eiga að breyta okkur, þroska og kenna.“ (29) Þessi áhersla á sorg skírskotar bæði í fagurfræði hins ókennilega sem og samfélagsvandann í bakgrunni verkanna. Hún vekur jafnvel upp þá spurningu hvort fagufræðin, ókennileg stefin, endurspegli samfélag í sorg? Áður nefndi ég hvernig hið ókennilega gæti vaknað við endurkomu óþægilegra minninga, og með hliðsjón af öðrum frægum texta eftir Sigmund Freud, „Sorg og þunglyndi“ (e. Mourning and melancholia) má velta fyrir sér hvort fagurfræði hins óhugnanlega skírskoti ekki aðeins til vanda heimila og fjárhagsáhyggja sjálfsvera á tímum efnahagshruns, heldur tjái líka ákveðna gerð af sorgarástandi.69 Í greininni skilgreinir Freud sorg og þunglyndi, eða melankólíu, sem andstæður; sorg er heilbrigt ferli sem sjálfsverur ganga í gegnum þegar þær missa einhvern ná- kominn sér, upplifa depurð um tíma, en lykilatriði er að þær komast í gegnum sorgarferlið, því það hefur lokapunkt, samkvæmt Freud. Við melankólíu, eða þunglyndi, situr sjálfsveran föst, hreyfist ekki áfram, í átt að bata, kemst ekki yfir missinn, harminn, sorgina, vegna þess að hún gerir sér ekki grein fyrir því hvað það er sem hún syrgir, er ef til vill ómeðvituð um að hún hafi misst eitthvað sem hefur valdið þessu sorgarástandi. Nútímafræðimenn hafa gagnrýnt Freud fyrir að greina þetta tvennt sem andstæður og segja það einföldun þar sem að sorg og þunglyndi tengist og kallist oft meira á en hann vill vera láta.70 Um leið setja þeir spurningamerki við hugmyndina um lokapunkt sorgarferlis, sem Freud skrifar um, því það minnir á form bælingar sem leiðir til gleymsku. Í staðinn, og þegar sorg lýsir samfélagsástandi sem verður við sameiginlegt áfall, kalla þeir eftir melankólíu sem sérstöku viðbragði til að vinna úr áfallinu sem byggir á því að sameina missi og minni, líta til fortíðar, um leið og horft er fram á veginn. Í þeim skilningi ætti ekki að setja lokapunkt við hrunið heldur minnast þess með gagnrýnum hætti og leyfa því að hafa áhrif á hvernig samtíminn er skilgreindur um leið og horft er fram á veginn. 69 Sigmund Freud, „Sorg og þunglyndi“, Ritgerðir, þýðandi Sigurjón Björnsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2002, bls. 58–79. 70 Sjá til dæmis greinarnar í greinasafninu Panic and Mourning: the Cultural Work of Trauma , Berlin: Walter De Gruyter GmbHKG, 2012, þar sem höfundarnir fjalla um samfélög í sorgarferli og leitast við að uppfæra skilgreiningar freuds.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.