Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 32
Sunna DíS JenSDóttir
„Hann vissi hvað var veruleiki og hvað ekki“
Gotnesk samfélagsádeila í skáldsögunni
Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson1
„Þau geta ekki trúað okkur“
Brynja dró djúpt andann. „Ég held að þegar maður verður fullorðinn,
þá verði hugurinn fastur og ef eitthvað gerist sem á ekki að geta gerst,
þá bara brotni eitthvað. Það er þess vegna sem þau vilja ekki trúa
okkur, Nonni, af því að þau geta það ekki. Þau geta ekki trúað okkur
án þess að verða skrítin í hausnum.“2
Svo kemst sögupersónan Brynja að orði í samræðum við Nonna vin sinn í skáld-
sögunni Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson frá árinu 2004. Brynja er einungis
7 ára gömul þegar hún áttar sig á því að yfirnáttúruleg ógn vofir yfir henni,
vinum hennar og nágrönnum. Hún veit að enga hjálp er að finna hjá hinum full-
orðnu þar sem þeim er ómögulegt að samþykkja hvers kyns yfirskilvitlega þekk-
ingu – og ef þau reyna verða þau „skrítin í hausnum“ (130). Þessa uppgötvun
Brynju má vel setja í samhengi við kenningar Sigmund Freud, upphafsmanns
sálgreiningar (e. psychoanalysis), um mótstöðu og bælingu.3 Þær byggja á þeim
1 Greinin er unnin upp úr BA–ritgerð í íslensku sem ber titilinn „„Þau geta ekki trúað
okkur án þess að verða skrítin hausnum“. Gotnesk samfélagsádeila í verkinu Börnin í
Húmdölum“. Leiðbeinandi var Sigrún Margrét Guðmundsdóttir og fær hún bestu þakkir
fyrir. Sérstakar þakkir fær Alda Björk Valdimarsdóttir fyrir vandaða ráðgjöf og hand-
leiðslu við greinaskrifin ásamt því sem Guðrúnu Steinþórsdóttur er þakkað fyrir góðan
yfirlestur og gagnlegar athugasemdir.
2 Jökull Valsson, Börnin í Húmdölum, Reykjavík: Bjartur, 2004, bls. 130. Vísað verður til
skáldsögunnar með blaðsíðutali innan sviga í meginmáli hér eftir.
3 Sigmund Freud, Inngangsfyrirlestrar um sálkönnun. Síðara bindi, þýðandi Sigurjón Björnsson,
Ritið
1. tbl. 23. árg. 2023 (37-66)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar og
höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.23.1.2
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).