Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 38
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“
43
brennidepli og alvarlegur glæpur leynist í kjarna sögunnar „sem rekja má til
óbeislaðrar kynhvatar.“18 Myndmálið í Börnunum í Húmdölum er skýrt og ófreskja
söguheimsins er bókstaflega sköpuð úr misgjörðum fullorðna fólksins sem ekki
tekst að skapa sér og sínum öruggt umhverfi. Glæpurinn felst í barneignum for-
eldranna sem valda ekki ábyrgð sinni sem slíkir og láta eigin skapgerðarbresti
ganga fyrir velferð barnanna. Slíkar uppeldisaðferðir verða til þess að börnin
þurfa að sýna mikinn styrk og sjálfstæði sem reynist þeim vel í baráttunni við
skrímslið en undir niðri kraumar óöryggi þeirra og óvissan um hvort foreldrarnir
komi þeim í hættulegar aðstæður.
ótti er veigamikið atriði í upplifun lesenda hryllingssagna og segir bók-
menntafræðingurinn ellen Moers hann vera hið eiginlega einkenni gotnesks
skáldskapar. Lesandinn þarf að finna fyrir hinni yfirvofandi ógn á eigin skinni
og skáldskapur af þessu tagi á að vekja upp raunverulega hræðslu og líkamleg
óttaviðbrögð.19 Til þess að svo verði þurfa lesendur að taka söguheiminn í sátt og
upplifa hættuna með sögupersónum. Í því skyni getur verið gagnlegt fyrir lesend-
ur að skynja að í fyrstu hneigjast persónur að því að afneita ógninni og reyna að
sannfæra sig um að hún sé ekki raunveruleg. Slíkt getur liðkað fyrir samsvörun
lesenda sem sjálfir taka ekki yfirnáttúrulegum atburðum sem gefnum. Sömu-
leiðis geta þeir kannast við þá tilfinningu að vilja bægja frá sér óþægilegum upp-
lýsingum líkt og Nonni vinur Brynju reynir að gera þegar börnin fara að bera
saman bækur sínar og komast að því að ekki er allt með felldu, eins og hér segir:
Auðvitað voru þær að ljúga. Þær voru bara að gera gys að honum,
vildu fá hann til að líta út eins og hræðslupúka. Hann ætlaði aldrei að
tala við þær aftur. Honum ofbauð allar þessar fáránlegu sögur þeirra.
[…] Nonni trúði ekki orði af þessu bulli. Hann vissi hvað var veruleiki
og hvað ekki (59).
Nonna reynist auðveldara að sannfæra sjálfan sig um að vinkonur hans, Brynja
og eydís, séu að ljúga að honum en að viðurkenna að eitthvað hættulegt og ofar
hans skilningi leynist í híbýlum þeirra. Sjálfsblekkingin dugir þó ekki lengi því
skömmu síðar neyðist hann til að viðurkenna hryllinginn. ótti hans raungerist
þegar hann stendur augliti til auglits við ófreskjuna í eigin svefnherbergi og upp-
lifun hans er komið skýrt til skila til lesenda:
18 Sama rit, bls. 111.
19 ellen Moers, „Female Gothic. The Monster‘s Mother“, The New York Review of Book, 21.
mars 1974, sótt 5. mars 2023 af https://www.nybooks.com/articles/1974/03/21/fe-
male-gothic-the-monsters-mother/.