Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 42

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 42
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“ 47 inu á honum (178). Hann er frábrugðinn venjulegu fólki í útliti og stærð hans gefur til kynna að hann sé nautsterkur. Fæturnir eru kubbslegir og of stórir fyrir venjulega skó svo hann gengur um berfættur í röndóttum samfesting, sem gefur honum trúðslegt yfirbragð (66).30 ekki er að furða undarlega ásýnd hans enda er hann sprottinn úr ímyndunarafli sjö ára barns og er til að byrja með ósýni- legur öllum öðrum. Drengurinn Hilmir, sem er bæði vanræktur heima fyrir og einmana, skapar Dúa í huga sér til þess að sækja til hans félagsskap og vináttu.31 eftir að skrímslið hefur tekið sér bólfestu í blokkinni byrjar Dúi að breytast og mynda sinn eigin persónuleika sem veldur spennu á milli vinanna tveggja. Þegar Hilmir deyr svo á hörmulegan hátt í slagsmálum á milli vina móður hans vaknar reiði Dúa og holdgerist hann frammi fyrir morðingjunum: Dúi leit upp, virti fyrir sér óttaslegin andlitin sem hurfu og birtust í flöktandi ljósinu og göptu á hann stóreyg. Það var þeim að kenna. Þetta andstyggilega fólk hafði valdið dauða eina vinar hans. Hilmir hafði legið undir þeim öllum og kafnað. Hægt og rólega breyttist sorg Dúa í reiði. Hann kreppti saman hnefana og gaf frá sér lágt væl sem magnaðist upp þangað til það var orðið að háværu reiðiöskri. Síðan beygði hann sig niður, greip um höfuð hins skeggjaða félaga ómars með stórri hendi sinni og kramdi það þannig að heyrðist hávært brot- hljóð og blóðið spýttist á milli fingra hans (282). Það að Dúi breytist í skrímsli má túlka á þann veg að hinn ímyndaði vinur sé hluti af vandamálum Hilmis. Dúi verður táknmynd valdleysis og einangrunar drengsins frá öðrum börnum vegna aðstæðna hans. Hinum krökkunum í blokk- inni finnst hann skrítinn enda er Hilmir illa hirtur og situr einn úti í sandkass- anum allan liðlangan daginn til þess að komast frá partístandi móður sinnar. Hann nær aldrei valdi á yfirnáttúrulegum mætti eða hugarafli líkt og jafnaldrar 30 Trúðslegt útlitið gerir Dúa ekki síst skelfilegan enda hafa trúðar gjarnan gegnt hlutverki illmennis í hrollvekjum nútímans. Nærtækasta dæmið þarf ekki að sækja lengra en til skáldsögunnar It (1986) úr smiðju Stephen King þar sem djöfullegi trúðurinn Pennywise eltir uppi börn og nærist á ótta þeirra. 31 Þrátt fyrir að röndótti búningurinn sé settur í samhengi við trúðslegt útlit í skáldsögunni vekur hann einnig upp hugrenningatengsl við klæðnað fanga. Til að byrja með er Dúi í raun fangi Hilmis þar sem hann er bundinn huga hans, ósýnilegur öðrum og hefur enga sjálfstæða hugsun né langanir. Í upphafi sögunnar eru drengurinn og ímyndaði vinur hans því í sömu stöðu, fangar aðstæðna sinna, og á meðan Dúa skortir viljann til frelsisins skortir Hilmi getuna. Að lokum öðlast þeir báðir frelsi, Hilmir í dauðanum og Dúi með dauða fangavarðar síns.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.