Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 48

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 48
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“ 53 íbúafjöldi upp hugrenningatengsl við hugsanlegar hliðstæður blokkarinnar í raunheimi. Þegar rýnt er í samfélagslega umræðu frá útgáfutíma skáldsögunnar kemur í ljós forvitnilegur samanburður þess efnis í skrifum sagnfræðingsins Braga Bergssonar frá árinu 2004 þar sem hann fjallar um hraða uppbyggingu Breiðholtshverfis á höfuðborgarsvæðinu á seinni hluta tuttugustu aldar.52 Í greininni sem ber titilinn „Fellapakkið í gettóinu“, og birtist í tímaritinu Sagnir, fjallar Bragi sérstaklega um Fellahverfið þar sem mörg fjölbýlishús risu á skömmum tíma fyrir tilstilli stjórnvalda og mikið magn íbúða komst í umferð. Sérstaklega er minnst á þrjú hundruð og tuttugu metra langa byggingu sem reist var eftir endilöngu hverfinu í þeim tilgangi að ná fram hámarkssparnaði. Í fjölbýlishúsinu sem hlaut viðurnefnið „langavitleysan“ eru tvö hundruð íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um sjö til átta hundruð.53 Minnir þetta um margt á stærð Húmdala þar sem sjö stigagangar gnæfa yfir á ellefu hæðum og þrjú hundruð og fimmtán íbúðir hýsa um níu hundruð íbúa. Þegar slík stórhýsi og heilu hverfin rísa getur það haft töluverðar afleiðingar í för með sér líkt og Bragi reifar í um- fjöllun sinni um Breiðholt. Mikill fjöldi fólks sem ekki hafði áður átt kost á því að eignast húsnæði gat loksins látið af því verða en stjórnvöldum tókst illa að koma til móts við þær félagslegu og menningarlegu kröfur sem búferlaflutningar í svo stórum stíl hafa í för með sér. Þar að auki gengu framkvæmdirnar sjálfar mis- jafnlega og efasemdir manna gagnvart skipulagi hverfisins komu snemma fram. Bragi vísar í ævisögu stjórnmálamannsins og verkalýðsleiðtogans Guðmundar J. Guðmundssonar sem hafði þetta að segja um uppbygginguna: Mestu mistökin voru líklega að byggja lönguvitleysuna í Fellahverfinu. Það var sérviska arkitekta sem vildu byggja lengstu blokk á Norður- löndum. Byggðin í efra-Breiðholti er alltof þétt og það stórspillti hverfinu.54 Bragi tekur einnig fyrir samfélagslega umræðu frá upphafi áttunda áratugar- ins sem endurómaði áhyggjur af stéttaskiptingu þjóðfélagsins og samansöfnun þeirra efnaminni í Breiðholti. Hann vekur sérstaka athygli á þeim vanda sem slíkt fyrirkomulag getur haft í för með sér og vísar í skýrslu félagsráðgjafa frá árinu 1975 því til stuðnings þar sem áhyggjuraddir voru þegar komnar fram vegna félagslegra vandamála í hverfinu. Þar er það einnig gagnrýnt að allar fé- lagslegar íbúðir í Breiðholti voru staðsettar í Fellahverfinu þrátt fyrir að mikill 52 Bragi Bergsson, „Fellapakkið í gettóinu“, Sagnir 1/2004, bls. 66–73, hér bls. 66. 53 Sama rit, bls. 67. 54 Sama rit, bls. 67.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.