Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 53

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 53
SuNNA DÍS JeNSDóTTIR 58 Ísaks, sögu fjölskyldu sinnar. Samband hennar við einkadótturina Aðalheiði var ekki heilbrigt og jókst vandi þeirra enn frekar þegar eiginmaður Gunnlaugar lést. Hún fyrirleit ósjálfstæði dóttur sinnar, sem aldrei flutti að heiman, og furð- aði sig á því þegar hún varð ólétt fyrir slysni. Faðir Ísaks var horfinn á brott skömmu eftir að drengurinn kom undir og spennustigið á milli mæðgnanna varð enn rafmagnaðra eftir fæðingu hans. Fljótlega fóru Aðalheiður og Gunnlaug að kenna Ísaki um ástandið á heim- ilinu og varð sú síðarnefnda viss um að hann byggi yfir sérstökum fjarskynjunar- hæfileikum. Hún sannfærði dóttur sína um að sonurinn yrði tekinn af henni ef hún leitaði aðstoðar vegna hans sem varð til þess að þær einangruðu sig innan veggja heimilisins og frá samskiptum við aðra. Amman agaði Ísak með líkam- legum refsingum en sagði að móðir hans hefði sýnt honum linkind sem henni hefndist fyrir síðar meir. Aðalheiður tók að óttast son sinn og kenndi honum um endurteknar martraðir sínar og svefnleysi. Gunnlaug varð ekki sannfærð um ábyrgð drengsins fyrr en nóttina sem óhamingjan sótti þau heim. Hún hafði vaknað með óþægilega tilfinningu og ákveðið að líta inn til dóttur sinnar. Þar lá Aðalheiður sem liðin í rúminu en lauk loks upp augum sem reyndust vera „kol- svört og dauð“ (274). Við þetta varð gömlu konunni svo brugðið að hún missti kerti úr höndum sér sem kveikti mikinn eld og kostaði hana heimilið, sjónina og dótturina (271–274). Í þessu samhengi er áhugavert að líta til hugmynda fræðimannsins Steven Bruhm sem telur að gotneskar bókmenntir gjarnan afhjúpi gjarnan ákveðna þversögn í nútímahugmyndum um barnið. Annars vegar sé litið á það sem full- mótaðan og „tilbúinn“ einstakling en hins vegar sem ófullkomna veru sem við fullnægjandi aðstæður getur mótast á réttan hátt. 67 Amma Ísaks lætur slíka þver- sögn stjórna afstöðunni til drengsins en fljótlega eftir fæðingu hans er hún búin að ákveða að hann búi yfir sérstöðu sem geri hann hættulegan öðrum. Hún telur samt að uppeldisaðferðir geti breytt þróun mála og grípur þar af leiðandi fram fyrir hendurnar á dóttur sinni, móður Ísaks. Amman beitir því barnabarnið harðræði, einangrar hann frá öðrum og útilokar fjölskylduna frá samfélaginu. Bruhm segir enn fremur að í gotneskum frásögnum nútímans séu þemu sál- greiningar gjarnan sett á svið og óttinn gagnvart því bælda fái útrás. Bælingin á rætur sínar að rekja til barnæskunnar þar sem það þarf að siðmennta barnið frá upphafi og banna því og skipa uns óæskilegar langanir og þrár hafa verið bældar. Þar af leiðandi verður til spenna gagnvart barninu, sem bæði er tákn- 67 Sue Walsh, „Gothic Children“, bls. 183. Hér er vísað í Walsh þar sem frumheimild Bruhm hefur ekki verið útgefin en hugleiðingar hans um millibilsástand barnæskunnar fá að fylgja með þar sem þær varpa mikilvægu ljósi á greininguna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.