Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 57
SuNNA DÍS JeNSDóTTIR
62
speglar þau áhrif sem börn verða fyrir vegna fjárhagsvanda foreldra sinna og
vegna samfélagsgerðar sem er þeim óvinveitt.
Hún fór með diskinn og glasið inn í eldhús og gekk vel frá öllu þar,
þurrkaði meira að segja af borðunum þótt mamma hefði ekki beðið
hana um það. Hún brosti þegar hún hugsaði til þess hvað mamma yrði
glöð þegar hún kæmi heim og sæi allt hreint og fínt. ef hún tæki þá
eftir því á annað borð. Mamma var alltaf svo þreytt þegar hún kom
heim úr vinnunni og undanfarið hafði hún helst viljað sofa þegar hún
var heima og lítið leikið við Brynju. en Brynja skildi alveg hvers vegna
mamma vann svona mikið. Það var svo margt sem þurfti að borga,
eins og námslánin sem mamma þurfti að taka þegar hún var að læra
að verða hjúkrunarkona. Þess vegna höfðu þær líka flutt. Það kostaði
miklu minna að leigja þessa íbúð en þá gömlu sem var bæði stærri og
notalegri (35).
Samfélagsrýnin sem felst í sögu Brynju afhjúpar að ekki er gert ráð fyrir börnum
innan vinnumenningar samtímans og enn síður ef foreldrar þeirra eru einstæðir.
eydís vinkona Brynju er í sambærilegri stöðu og þarf hún ýmist að sýna af sér
sjálfstæði eða treysta á velvild annarra þegar móðirin er ekki til staðar. Saga hennar
leiðir í ljós annars konar bælingu innan samfélagsins og óttann gagnvart varnar-
leysi barna sem eiga einstæða foreldra og þurfa að stóla á aðstoð vandalausra.
„Vertu stillt, fjandinn hafi það!“
Móðir eydísar virðist eiga auðvelt með að skipta út elskhugum sem hún kynnir
gjarnan fyrir dóttur sinni og vill það þannig til að einn þeirra er að passa stúlkuna
kvöldið sem skrímslið ræðst til atlögu á íbúa blokkarinnar. Áður en átökin hefjast er
Ragnar, „nýi pabbinn“ (45), að koma eydísi í háttinn og býðst hann til þess að lesa
fyrir hana sögu fyrir svefninn. Hann tekur upp bók sem inniheldur nokkur ævin-
týri og er eydísi sama hvert þeirra hann velur svo lengi sem það er ekki Hans og
Gréta því nornin minnir hana á blindu ömmu hans Ísaks (239). Slík textatengsl vísa
til blindninnar og bælingarinnar í frásögninni og gefa til kynna að börnin í Húm-
dölum séu umkomulaus og í þörf fyrir leiðsögn, líkt og systkinin Hans og Gréta.
Ragnar endar á að velja ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn sem má segja að sé
á systkinunum er ekki vel sýnileg fólki utan fjölskyldunnar en til að magna áhrif hennar
fyrir lesendum er sífellt verið að tengja börnin, foreldra þeirra og heimilið við dauðann,
reimleika og ókennilegar aðstæður. Það eykur óhugnað sögunnar að foreldrarnir eru
starfandi læknar og því upplýstar manneskjur.“ Guðrún Steinþórsdóttir, „Sólmyrkvi af
mannavöldum“, bls. 195.