Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 73
MARTEINN KNARAN ÓMARSSON
78
sóknarverð, eins konar mælikvarði á virði einstaklinga. Um leið er skilvirkasta
leiðin til þess að öðlast frægð og viðurkenningu að fremja hrottalegan glæp eins
og sannast hefur með mörgum dæmum á Vesturlöndum. (2) Borgarvæðingin
sem ól af sér samfélag ókunnugra þar sem ópersónuleg samskipti einkenna dag-
legt líf og borgarar hafa mun minna eftirlit hver með öðrum sem gerir gerend-
um auðveldara fyrir með að fremja afbrot sín og leita skjóls í margmenninu. (3)
Formleg skynsemi (e. means-ends rationality) sem iðkuð er á kostnað ýmissa grunn-
gilda svo sem jafnréttis og umhyggju fyrir náunganum. (4) Menningarlegar um-
gjarðir ýmiss konar sem valda jaðarsetningu og arðráni á ákveðnum hópum sem
ráðamenn skipta sér lítið sem ekkert af. (5) Sérstakar aðstæður þar sem auðvelt
er að nálgast fórnarlömb svo sem heimilislausa og kynlífsverkafólk á götum úti;
og að lokum (6) hugmyndin um að hægt sé að móta samfélagið eftir ákveðinni
forskrift, hanna það og hreinsa líkt og nasistar höfðu meðal annars í hyggju og
unnu að með mjög nákvæmum og vélrænum aðferðum í Þýskalandi síns tíma.30
Séu þessi atriði sett í samhengi við íslenskt samfélag verður fljótt ljóst að hér
hafa ekki verið kjöraðstæður fyrir raðmorðingja að athafna sig. Í fyrsta lagi barst
nútíminn seint til landsins. Í raun er það ekki fyrr en með hernáminu 1940 sem
sambærilegar þjóðfélagsbreytingar urðu hérlendis og orðið höfðu í Evrópu með
iðnbyltingunni þar sem borgir blésu út og urðu að þeim myrkviðum sem Lund-
únasögur Charles Dickens og Pétursborgartextar Fjodor Dostojevskí votta um.31
Reykjavík og nálægir bæir stækkuðu að sjálfsögðu mjög á tuttugustu öld, fólk
flykktist úr sveitum í borg með tilheyrandi vaxtarverkjum, húsaskorti og atvinnu-
leysi, en hingað til hefur þó ekki byggst upp slík alþjóðleg stórborg sem veitir
raðmorðingjum þau tækifæri og vernd sem Haggerty ræðir um. Borgarbúar eru
einfaldlega of fáir og þá er samsetning samfélagsins líka menningarlega og fé-
lagslega fábrotin líkt og Helgi og Pakes nefna í grein sinni um morðið á Birnu.
Jaðarsetning og arðrán á einstaka hópum eins og tíðkast í lagskiptari ríkjum líkt
og Bandaríkjunum þar sem svart fólk hefur sem dæmi þolað mikla kúgun gerist
því síður hér. Enda þótt vændi tíðkist á Íslandi, eins og annars staðar, gengur
kynlífsverkafólk samt sem áður ekki um göturnar að jafnaði því bæði eru vændis-
kaup ólögleg og eins er íslensk veðrátta fremur óblíð og býður síður upp á mikið
„götuhangs“. Af þessum sömu ástæðum fá þau heimilislausu líka húsaskjól og
einnig félagslega vernd ef þau óska þess þar sem að á Íslandi er velferðar- og
30 Kevin Haggerty, „Modern serial killers“, bls. 173.
31 Guðmundur Hálfdánarson, „The Beloved War. The Second World War and the Icelan-
dic National Narrative“, Nordic Narratives of the Second World War. National Histographies
Revisited, ritstjórar Henrik Stenius, Mirja Österberg og Johan Östling, Lundi: Nordic
Academic Press, 2011, bls. 79–100, hér bls 80–81.