Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 80

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 80
KVIðRISTARINN Í KAUPMANNAHÖFN 85 einnig ávörpuð af sögumanni og ná orð hans einkar vel utan um hvað ræðir: „Sögurnar mögnuðust við hverja frásögn og það sem áður var stakur atburður sem vart gat ógnað almenningi var nú orðið að morðfaraldri sem lét engan óhultan.“ (238) Það er þó vissulega raðmorðingi á götunum í Kaupmannahöfn en hann fýsir þó í allt annars konar blóð en barnablóð eins og Halldór kemst að raun um þegar yfir hann rís stór skuggi á göngunni heim frá Assistens-kirkju- garðinum og hann myrtur, skorinn upp og nýra úr honum tekið. Þau sem verða morðingjanum einkum að bráð í sögu Sölva Björns eru karl- menn á besta aldri, hvítir á hörund, efnaðir eða vel menntaðir eins og Halldór. Að sama skapi herjar þessi „plága“ einna helst á Íslendinga sem eru um leið ann- ars flokks þegnar í borginni. Orð Andersens yfirlæknis á konunglega spítalanum eru meðal þess sem vitna um þessi viðhorf. Í eftirfarandi klausu ræðir hann við undirmann sinn, unglækninn og Íslendinginn Finn Kóperníkus, sem jafnframt er aðalhetja sögunnar og vitundarmiðja. Finnur er uppeldisbróðir Halldórs úr Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu og setur Andersen honum það verkefni að leita illvirkjans. Það gerir hann lengi án nokkurs árangurs enda morðinginn einkar klókur og fær á sínu sviði líkt og bókmennta-raðmorðingjar jafnan eru: Þitt samfélag á skilið að einhver einbeiti sér einu sinni að því að kom- ast til botns í dauðsfalli innan ykkar raða. Þið dettið í stiga og fallið í síki. Narratívan um ykkur Íslendinga er sú að þið séuð algjörir aular. Ég þykist vita aðeins betur, þótt ég sé aldrei viss um neitt. Stúdenta- vinir þínir á Regens-Garði og Bókmenntafélagið ykkar íslenska keppist nú við að fá slitið þjóðasamstarfi við Dani. Það er gott og vel. Ef þið getið staðið á eigin fótum þá megið þið það mín vegna. Ég sé þó ekki að stundin sé runnin upp. Þið verðið að hafa þolinmæði til þess að verða sjálfstæð. Eins og þú verður að hafa þolinmæði ef þú ætlar að endast í embætti hér á spítalanum (46). Enda þótt lesendur séu orðnir þaulvanir að lesa um „ólíklegustu“ glæpi sem ger- ast hér á landi í sögum er engu að síður vandasamt að heimfæra raðmorðingjann yfir á Ísland og takast höfundar mismunandi á við það. Eins og fyrr segir, og Kevin D. Haggerty ræðir um í grein sinni, er raðmorðinginn afsprengi ákveðins veruleika sem nútíminn ól af sér og á miklu fremur heima í stærra, fjölbreytt- ara og lagskiptara samfélagi.51 Sölvi Björn leysir þetta vandamál á einkar hag- kvæman og skapandi hátt með því að skrifa sögulega glæpasögu og færa lesendur til þess tíma þegar Kaupmannahöfn var höfuðstaður Íslands. Um leið opnast 51 Kevin Haggerty, „Modern serial killers“, bls. 173.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.