Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 81
MARTEINN KNARAN ÓMARSSON
86
tækifæri til þess að ræða samskipti og núning þjóðanna og verður hugmyndin
um raðmorðingjann ein af leiðum höfundarins í því verkefni. Rétt eins og aðrar
borgir í Evrópu á 19. öld hafði Kaupmannahöfn verið snert af nútímanum/
iðnbyltingunni og í örum vexti með tilheyrandi þensluverkjum; húsaskorti, inn-
flytjendum, götufólki, skítugum strætum, glæpum og sjúkdómum og eru þessum
aðstæðum gerð skil í skáldverkinu með gróteskum lýsingum. Til Kaupmanna-
hafnar fóru Íslendingar til náms og voru það vitaskuld mikil viðbrigði fyrir þá að
koma í þennan veruleika svo ólíkum þeim íslenska. Líkt og orð Andersens votta
réðu ekki allir við umskiptin, ýmsir féllu í drykkjuskap eða flosnuðu úr námi af
öðrum sökum og komst þannig visst óorð á Íslendinga í borginni. Á sama tíma
heyrðust háværar raddir úr röðum íslenskra menntamanna um sjálfstæði þjóðar-
innar og ljóst að ekki voru allir Danir sáttir við slíkar hugmyndir.
Þar sem um glæpasögu er að ræða einkennist lesturinn af miklum getgátum
varðandi auðkenni morðingjans og hefðinni samkvæmt fæst lausnin ekki fyrr
en í blálokin. Lesandinn samsamar sig líkast til Finni og setur sig í spor hans
sem spæjara. Flestar persónur liggja undir grun nema hugsanlega þær sem bera
raunverulega ábyrgð. Getur það ýmist verið merki um hæfni höfundar og vel-
heppnaða ráðgátu eða dæmi um það hvernig rótgrónar og almennar hugmyndir
um raðmorðingja stýra lestrinum. Eins og umræðan hingað til gefur í skyn mætti
halda í byrjun að morðinginn sé þjóðernissinnaður Dani, einstaklingur sem
haldinn er ranghugmyndum af hugmyndafræðilegum toga og ímyndar sér að
hann sé að hreinsa göturnar af óæskilegum lýð. Í þessu tilviki íslenskum sveita-
lubbum sem kunna ef til vill ekki að meta það sem gert er fyrir þá og vilja slíta
þjóðarsamstarfi við Dani sem þó hefur fært þeim ýmis fríðindi. Í því sambandi
má til dæmis nefna að margir Íslendingar fengu veglegan styrk frá konungi til
þess að stunda nám í Kaupmannahöfn á sínum tíma og er almenn söguskoðun
sú að Danir hafi verið fremur blíðir nýlenduherrar. Sum líta jafnvel svo á að ekki
hafi verið um eiginlegt nýlendusamband að ræða heldur Ísland verið svokölluð
hjálenda í Danaveldi en um það eru þó skiptar skoðanir.52
Út frá þessum hugmyndum verður raðmorðinginn því eins konar læknir sam-
félagsins en fórnarlömbin aftur á móti plága ólíkt því sem rætt var um að framan
þar sem morðingjanum var líkt við sjálfa pestina. Lesandi ætti því mögulega að
leita gerandans innan læknastéttarinnar og raunar vekur doktor Andersen strax
grunsemdir. Hann samræmist í aðalatriðum því sem vitað er um morðingjann,
er fimur skurðlæknir, sérvitur og yfirmaður konunglega spítalans en þar með er
hann einn af betri borgurum þjóðfélagsins. Þá reynist hann líka hrokafullur í
garð Íslendinga þegar á hólminn er komið, finnst þeir óþolinmóðir, barnalegir
52 Sjá Helgi Þorláksson, „Ísland sem hjálenda“, Saga. Tímarit Sögufélags 1/2021, bls. 217–232.