Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 85
MARTEINN KNARAN ÓMARSSON
90
um það stofnað þjóðaröryggi í hættu.59 Þykja þessar hugmyndir álíka ótrúlegar
og þær að Albert prins hafi sjálfur verið að verki. Útskýringar Knight hafa þó
engu að síður einnig haft mikil áhrif á ímynd morðingjans og ýmis skáldverk
spunnist út frá þeim. Mætti til dæmis nefna skáldsögu bandaríska höfundarins
Paul West, The Women of Whitechapel and Jack the Ripper frá árinu 1991, og mynda-
söguna frægu From Hell (1989) eftir bresku höfundana Alan Moore og Eddie
Campbell.60 Þar sem morðinginn skar fórnarlömb sín á háls, risti upp og fláði,
er virtist af kunnáttu, fóru raunar strax sögur á kreik um að viðkomandi væri
annað hvort brjálaður læknir eða slátrari og gerðu slúðurblöðin sér mikinn mat
úr þessu. Mögulegur gerandi og höfundur fyrrnefnds bréfs með kveðjunni frægu
hlær þó að öllum slíkum hugmyndum. Þar segir hann tilgang sinn einungis vera
þann að „fanga hórur og rista þær upp“.61
Breska fræðikonan og rithöfundurinn Clare Smith hefur rannsakað birt-
ingarmyndir Kobba kviðristu í menningarsögunni, einkum framsetningu hans í
kvikmyndum. Í bók sinni Jack the Ripper in Film and Culture. Top Hat, Gladstone Bag
and Fog (2016) kortleggur hún táknfræði morðingjans í myndum en hann birtist
alla jafnan í þokunni með hatt, skikkju og læknatösku í hendi eins og titill ritsins
vísar í. Smith skoðar meðal annars lista yfir grunaða í málinu og bendir á hvern-
ig ákveðinn hópur manna sem bendlaður var við morðin, hinir valdameiri bæði
aristókratar og læknar, birtast reglulega sem morðinginn í sögum meðan lágt
settir einstaklingar á borð við fyrrnefndan Aaron Kosminski koma hins vegar
mun sjaldnar fyrir. Tengist þetta rótgróinni ímynd Kobba sem hefðarmanns sem
bréfin frá „honum“ sköpuðu og eins æsifréttamennskan í kringum málið þar sem
fjallað var um hvert morð eins og um væri að ræða þátt í melódramatískri fram-
haldssögu. Um leið höfðu þrír atburðir í Bretlandi áhrif á umræðuna og skilning
almennings á málinu, segir Smith.
Voru það í fyrsta lagi mótmæli gegn aðgerðum stjórnvalda í útbreiðslu kyn-
sjúkdóma meðal kynlífsverkakvenna en bæði lekandi og sýfilis voru stórt vanda-
59 Stephen Knight, Jack the Ripper. The Final Solution, London: Harrap & Co, 1976.
60 Paul West, The Women of Whitechapel and Jack the Ripper, New York: Random House, 1991;
Alan Moore og Eddie Campbell, From hell, Marietta, Georgía BNA: Top Shelf Produc-
tions, 2004. Myndasagan kom upphaflega út sem framhaldssaga á tímabilinu 1989–
1998 og vísar formgerðin í það hvernig fjallað var um málið á sínum tíma í fjölmiðlum
þar sem nálgast var morðin líkt og um framhaldssögu í tímariti væri að ræða. Eins eru
miklar hliðstæður milli raðmorða og framhaldssagna eins og Robert Ressler ræðir og
fjallað er um í greininni. Árið 2001 var síðan gerð kvikmynd eftir myndasögunni þar sem
enski leikarinn Ian Holm fer með hlutverk læknisins morðóða; Albert Hughes og Allen
Hughes (leikstjórar), From hell, Underworld Pictures, 2001.
61 „I am down on whores and I shant quit ripping them…“, Casebook. Jack the Ripper, sótt 5.
maí 2023 af https://www.casebook.org/ripper_letters/.