Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 92
KVIðRISTARINN Í KAUPMANNAHÖFN
97
greinabókmennta á borð við glæpasöguna og hrollvekjuna raðmorðingjum lengi
vel stólinn fyrir dyrnar. Höfundum mætir því viss hindrun þegar þeir ætla sér að
skrifa um raðmorð í íslensku samfélagi og í skáldsögunni Kóperníku leysir Sölvi
Björn hana með því að flytja lesendur aftur í tímann eða þegar Kaupmannhöfn
var höfuðborg landsins. Þannig gefst höfundi einnig tækifæri að ræða núning Ís-
lands og Danmerkur og reynist raðmorðinginn honum þægilegt tól í þeim efnum
en í frásögninni er ýjað að því að illvirkinn sé þjóðernissinnaður Dani sem vill
útrýma „Íslendingaplágunni“. Þetta er mikilvægur þráður í sögunni sem minnir
lesendur á að þrátt fyrir sterka stöðu Íslendinga í samtímanum voru þeir eitt
sinn undirsátar í heiminum, innflytjendur í eigin höfuðborg, og því alls ekkert
ósvipaðir þeim útlendingum sem hingað koma og vilja verða hluti af íslensku
samfélagi en mæta gjarnan einhvers konar andstöðu. Morðinginn, sem í flesta
staði minnir á hinn goðsagnakennda Kobba kviðristu, reynist þó ekki vera nein
dönsk þjóðremba heldur ung kona og bróðir hennar. Hafa þau orðið fyrir mis-
notkun í æsku og eru í eins konar hefndargír gegn kúgurum sínum. Í verki sínu
svífur Sölvi Björn mitt á milli rótgróinna hugmynda eða mýta um raðmorðingja
og ferskari vinda í fræðunum. Með því að kalla fram ímynd og goðmagn Kobba
kviðristu í sögunni og snúa síðan rækilega upp á hefðbundinn söguskilning, gera
Kobba að Kóperníku, felst líka sú sögn eða athugasemd sem afbrota- og menn-
ingarfræðingar tönglast í sífellu á varðandi sögur um raðmorðingja, þá stað-
reynd að þær eru yfirleitt órafjarri raunveruleikanum. Þó innihalda þær allar
þann sannleika að í manninum býr mikil grimmd.
Ú T D R Á T T U R
Þessi grein fjallar um raðmorðingja, einkum það hvernig gerendurnir birtast í sögum. Þá
er glæpasagan Kóperníka (2021) eftir Sölva Björn Sigurðsson athuguð sérstaklega. Rað-
morðingjafræði eru kynnt og afbrotahegðunin skoðuð út frá íslensku samfélagi og bók-
menntum þar sem meðal annars er stuðst við skrif bandaríska félagsfræðingsins Kevin D.
Haggerty. Enda þótt raðmorðinginn sé býsna áberandi sem persóna í ýmsum afurðum
dægurmenningarinnar á Vesturlöndum er athæfið í raun mjög sjaldgæft. Engin dæmi
eru um morð af þessu tagi á Íslandi síðan nútíminn hófst og getur það meðal ann-
ars stafað af smæð þjóðarinnar sem og félags- og menningarlegri samsetningu hennar.
Íslenskir raðmorðingjar fyrirfinnast þó í innlendum bókmenntum og kvikmyndum en
til þess að mæta raunsæiskröfu sagnagerðarinnar er vandkvæðum bundið að aðlaga þá
að íslenskum veruleika. Sölvi Björn leysir þetta með því að flytja lesendur aftur til þess
tíma þegar Kaupmannahöfn var höfuðstaður landsins, borg í örum vexti með tilheyrandi