Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 94
Steindór J. erlingSSon
„Þú er enn þá lifandi, þú ert enn ekki einn“
Skáldin, eitur illskunnar og ég
Ég lauk aldrei lestri
Paradísar mea culpa
mér leiddist í Hreinsunareldinum
mea culpa
einungis Víti
las ég rjóður í vöngum
mea maxima culpa1
Eitur hefur runnið um æðar mínar í áratugi. Ósagt skal látið hvort það sé af
sama toga og eitrið sem austurríska ljóðskáldið Rainer Maria Rilke (1875–1926)
gerði að umtalsefni á einum stað í Minnisblöðum Maltes Laurids Brigge.2 En líkt og
ýjað er að í skáldsögu Rilkes viðheldur hjartað í brjóstkassa mínum hringrás
þess með hverjum slætti og flytur það um æðakerfið til allra hluta líkamans,
allt frá húðfrumum litlu tánna til hársekkja höfuðsins. Tilvist eitursins innan
vébanda minna má rekja til illskunnar sem ég varð vitni að sem ungur maður
í Eþíópíu,3 svo sem flugslyssins skelfilega, þegar Boeing farþegaþota hrapaði
skammt frá þorpinu mínu, rotnandi líkanna í spítalaportinu og unga deyjandi
1 Tadeusz Różewicz, „Too Bad“, Sobbing Superpowers. Selected Poems of Tadeusz Różewicz, Jo-
anna Trzeciak þýddi, New York: W.W. Norton & Company, 2011, bls. 257–258, einkum
bls. 257. Ég ber ábyrgð á öllum þýðingum í greininni, nema annað sé tekið fram. Ég
þakka Öldu Björk Valdimarsdóttur, Guðna Elíssyni og Guðrúnu Steinþórsdóttur fyrir
gagnlegar athugasemdir.
2 Rainer Maria Rilke, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge, Benedikt Hjartarson þýddi og ritaði
inngang, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2020, bls. 127.
3 Steindór J. Erlingsson, „Í leit að horfnum tíma. Leiðin til Eþíópíu, Grossmans og merk-
ingarbærs lífs“, Tímarit Máls og menningar, 1/2021, bls. 45–63, einkum bls. 49–52.
Ritið
1. tbl. 23. árg. 2023 (99-114)
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar og
höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.23.1.4
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).