Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 100
„ÞÚ ER ENN ÞÁ LIFANDI, ÞÚ ERT ENN EkkI EINN“
105
Septimusi, tveimur af söguhetjum Mrs. Dalloway eftir Virginiu Woolf (1881-
1941), en ólíkt eiginmanninum breska þá hef ég hvorki hugleitt né rætt við eigin-
konuna um hvort hún ætti að enda líf sitt með mér. Ég velti því hins vegar stund-
um fyrir mér hvort konan sem liggur við hlið mér þekki augnaráðið sem Rezia
varð vitni að er Septimus spurði eitt sinn hvort þau ættu ekki að fyrirfara sér. Þá
virti hún fyrir sér svipinn sem hún hafði áður séð í augum hans þegar strætis-
vagn eða járnbrautarlest bar skyndilega að garði. Glyrnurnar báru þá með sér
hrifningu sem kveikti með henni ótta um að Septimus myndi nú yfirgefa hana.17
Með fáum undantekningum kviknar lífsviljinn áður en ég gríp til örþrifaráða.
Þetta gerist þegar tilfinningarnar sem ég ber til eiginkonunnar og barna okkar
stinga loks upp kollinum og aflétta álögum mannsins með ljáinn. Þegar hið
versta er liðið stend ég venjulega illa þjakaður af vanlíðan og sektarkennd. Þá
er stundum eins og dauðinn refsi mér fyrir hugleysið (eða er ég hugrakkur?)
með því að flytja mig inn í hugarheim Moosbruggers, dauðadæmda fangans í
Manninum án eiginleika, skáldsögu Roberts Musil. Alltaf fer hann með mig á sömu
blaðsíðuna þar sem fanginn situr í klefanum og segist ekki hræddur við dauðann.
Í huga hans er lífið fullt af atburðum sem við verðum að þola „og sem vissulega
eru sársaukafyllri en henging, og hvort maður eigi eftir að lifa nokkrum árum
lengur eða skemur skiptir í rauninni ekki máli“. 18 Með þessu móti reynir illskan
að tæla mig aftur í faðm dauðans en henni hefur ekki enn orðið kápan úr því
klæðinu enda streitist ég alltaf á móti, til að mynda með því að þvinga fram í
vitundina ást Clarrise, annarrar persónu sögunnar, á tóntegundalausri tónlist,19
hljóðheimi sem hefur verið órjúfanlegur og líknandi hluti af lífi mínu í áraraðir.20
Í hvert skipti sem vitundin flytur mig á þessar slóðir er skammt á milli feigs og
ófeigs. Eina kyrra og frostkalda andvökunótt, meðan eiginkonan og Snúlli, sem
þá var ungur og enn með tvö augu, sváfu vært, var ég mjög hætt kominn. Þá stóð
ég á brú yfir boðaföllin en í stað þess að leiða hugann að samnefndu lagi Simons
og Garfunkel beindi ég allri athyglinni að ofbeldinu sem aðdráttarafl tunglsins
beitti hafið þegar því var þröngvað út um þröngt mynni vogsins. Lífið níddist á
mér á hliðstæðan hátt. Undangengna mánuði höfðu vinslit tveggja kærra vina
og náinna samstarfsmanna, þar sem illskan fékk að leika lausum hala, orðið þess
valdandi að ég sat skelfingu lostinn heima við og þorði ekki út fyrir hússins dyr.
Þessa nótt gat ég ekki meira, fór því fram úr rúminu og klæddi mig í fötin án
17 Virginia Woolf, Mrs. Dalloway, Atli Magnússon þýddi, Reykjavík: Ugla, 2017, bls. 110.
18 Robert Musil, The Man Without Qualities, Sophie Wilkins þýddi, London: Picador, 1997,
bls. 227.
19 Sama heimild, bls. 50.
20 Steindór J. Erlingsson, „Í leit að horfnum heimi“, bls. 52–55.