Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 104

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 104
„ÞÚ ER ENN ÞÁ LIFANDI, ÞÚ ERT ENN EkkI EINN“ 109 fyrri hluti setningarinnar lýsa eiginkonunni á einstakan hátt á meðan líf mitt kristallast í seinni hlutanum. Grátbólginn fyllist ég miklu vonleysi þegar ég hugsa um grimm örlög mín og þá gríðarlegu erfiðleika sem ég hef lagt á eiginkonuna og börnin. Mitt í skelfingunni flögrar Slyvia Plath (1932–1963) inn í sýndarveröldina. Hún er í hópi þeirra rithöfunda og skálda sem hafa markað djúp spor í lífi mitt. Það sem gerir Plath svona sérstaka er að hún gekk í gegnum hliðstæðar þjáningar og ég hef upplifað, eins og lesa má í sjálfsævisögulegu skáldsögunni Glerhjálmurinn. Við eigum það einnig sameiginlegt að hafa hræðst raflækningar eins og heitan eldinn, meðferðina sem dró okkur tímabundið út úr helvíti þunglyndisins. Hér er á ferðinni sérstök þverstæða, en ástæður hræðslu okkar voru ekki þær sömu. Plath lýsir á áhrifamikinn hátt hvernig var að upplifa meðferðina án svæfingar,27 sem hlýtur að vera skelfileg reynsla. Þegar ég horfi á eiginkonuna og Snúlla og leiði hugann að veru minni á deild A2 á Borgarspítalanum í upphafi tíunda áratugarins og raflækningunum sem þar voru í boði fyllist ég einnig skelfingu. Ferlið hófst fyrir allar aldir. Þá kom hjúkrunarfræðingur inn í herbergið og sprautaði vöðvaslakandi lyfi í rasskinnina. Eftir það lá ég oft milli svefns og vöku þar til morgunvaktin hóf störf. Þá var ég fluttur yfir á lítinn hreyfanlegan bekk, sem ýtt var út úr herberginu og fram á gang. Skröltið í hjólunum þótti mér óþægilegt en loftljósin drógu athyglina frá hávaðanum. Frá ganginum lá leiðin yfir í samkomusalinn og enn glamraði í hjólunum en nú blasti við mér ný gerð ljósabúnaðar. Þá fór hjartað að slá örar, enda styttist í hurðina skelfilegu, en handan hennar beið óttinn, illskan, og sú álma Borgarspítalans, sem þá var í byggingu. Loks rann bekkurinn inn um vítisdyrnar þar sem hvorki var hátt til lofts né vítt til veggja. Í loftinu blöstu við rakar pípur og eitt sinn féll dropi á nefið mitt. Glamrandi hjólin báru mig loks inn í rökkvaðan biðsal, innan um eldri konur sem lágu á sambærilegum bekkjum og mátti heyra sumar þeirra kjökra. Þegar snöktið barst inn um hlustirnar velti ég því fyrir mér hvort þær upplifðu sama ótta og ég. Þegar röðin kom loks að mér var bekknum ýtt inn í vel upplýst herbergi. Þar stóð rafmagnsvélin og við hlið hennar biðu læknar. Einn þeirra gekk að mér og dældi svefnlyfinu í æð. Í stað friðsællar svæfingar greip skelfileg köfnunartilfinning skyndilega vitundina og gerði ég fastlega ráð fyrir að deyja. Þetta var endurtekið nokkrum sinnum í viku yfir nokkurra vikna tímabil, en alltaf fór ég aftur í með- ferðina, enda treysti ég læknunum fullkomlega. Ég get hins vegar ekki neitað því að fátt er verra en að þurfa að upplifa endurtekna köfnunartilfinningu og ótta 27 Sylvia Plath, Glerhjálmurinn, Fríða Björk Ingvarsdóttir þýddi, Reykjavík: Salka, 2003, bls. 236–237, 258 og 263–272.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.