Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 107
STEINDóR J. ERLINGSSON
112
smátt. Loks stend ég óttasleginn í niðamyrkri en skyndilega liðast upp úr höfði
Osips „Stalínspakmælin“, ádeilan sem innsiglaði örlög hans. Allar sextán línur
ljóðsins hnita hringi yfir höfði skáldsins, en einhverra hluta vegna ber mest á
þeirri fimmtándu:
Hann renndi aftökunum eftir tungunni líkt og berjum.34
Í ljóstírunni sem stafar af ljóðinu birtist óvænt mynd af Gúlag-flutningsbúð-
unum austur í Síberíu þar sem Osip gaf upp öndina 27. desember 1938.35 Á
sama tíma streymir ljóðið stutta „Ég opnaði æðar mínar“ 36 út úr höfði Marínu
og sveimar yfir henni. Í bjarma þess sé ég krókinn sem skáldgyðjan notaði til þess
að hengja sig 31. ágúst 1941.
Bugast ég nánast við þessa hryllilegu sýn og veit vart í hvorn fótinn ég á
að stíga, enda hellast yfir mig þrúgandi endurminningar. Þrátt fyrir lamandi
þögnina er líkt og skáldin hreyfingarlausu skynji þessar erfiðu hugsanir. Mar-
ína ríður á vaðið. Fram að þessu höfðu ljóðasetningarnar einungis sveimað yfir
höfðum skáldanna en nú sé ég röð orða liðast út úr höfði hennar, niður andlitið
og skríða þaðan á hraða snigils eftir sænginni. Við enda rúmsins hefja þau sig
loks til flugs á tilþrifalítinn hátt og staðnæmast glitrandi beint fyrir framan mig:
Förum til …/ vítis hvert sem er bara ekki / lífið. 37
Bregður mér við að sjá þessa áhrifamiklu setningu úr „Ljóði um endalokin“ þar
sem Marína fjallar um erfið sambandsslit við elskhuga sinn, konstantin Rodze-
vich (1895–1988).38 Ég hef á tilfinningunni að hún sé að hvetja mig til að taka
eigið líf, enda segir á öðrum stað í ljóðinu:
34 Osip Mandelstam, The Selected Poems of Osip Mandelstam, Clarence Brown og W.S. Merwin
þýddu, New York: The New York Review of Books, 1973, bls. 69–70, einkum bls. 70.
35 Rússneski (sovéski) rithöfundurinn Varlam Shalamov (1907–1982) dregur upp harm-
ræna mynd af dauðastríði Osips í einni Gúlag-smásagnanna; sjá Varlam Shalamov,
„Cherry Brandy“, Kolyma Stories, Donald Rayfield þýddi, New York: The New York Re-
view of Books, 2018, bls. 69–74.
36 Marina Tsvetaeva, „I opened my veins“, Bride of Ice, Elaine Feinstein þýddi, Manchester:
Carcanet Press, 2009, bls. 135.
37 Marina Tsvetaeva, „Poem of the End“, Bride of Ice, bls. 94–117, einkum bls. 114.
38 Simon karlinsky, Marina Tsvetaeva. The Woman, Her World and Her Poetry, Cambridge:
Cambridge University Press, 1986, bls. 136–142. Hjónaband Tsvétjaevu og Efrons var
mjög óhamingjusamt en hún gat ekki yfirgefið eiginmanninn: „Ég fór erlendis til þess að
sameinast Sergei. Hann myndi farast án mín …“ (Sama heimild, bls. 138). Tsvétjaeva
leitaði því ástar utan hjónabandsins, jafnt með körlum og konum. Samband hennar við
Sophiu Parnok (1885–1933) var kveikja ljóðsins „Vinkona“ (sama heimild, bls. 51–58).
Sjá Marina Tsvetaeva, „Girlfriend“, Bride of Ice, bls. 4–16.