Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 109
STEINDóR J. ERLINGSSON
114
og fátækur er sá sem réttir fram veiklað líf sitt
til að biðja [illskuna] miskunnar.43
Þvílíkur boðskapur. Þegar ég virði fyrir mér þessar áhrifamiklu línur, er tilheyra
ónefndu ljóði sem Osip ritaði í útlegð árið 1937, þremur árum eftir að hann
var handtekinn fyrir að yrkja „Stalínspakmælin“, fyllist ég von. Líkt og skáldið
þarf ég ekki að berjast einn við illsku Eþíópíueitursins. Nadezhda Mandelstam
(1899–1980) fór með eiginmanni sínum í útlegðina og hélt bókstaflega í honum
lífinu þar til illska Gúlagsins gleypti hann árið 1938. Á hliðstæðan hátt hefur
eiginkonan staðið þétt við hlið mér á minni löngu göngu um dimman dal vonsk-
unnar. Nú bíður mín að horfa, líkt og Osip, með djörfung framan í erfiðleika lífs-
ins. Vonandi verður það til þess að Röðull nái loks að sleppa úr prísund Hadesar.
Til þess að liðka fyrir því mun ég halda áfram að hugleiða, lesa og tala um ljóð
Marínu, Rainers, Önnu og Osips, sem einhverjum mánuðum fyrir andlátið tjáði
Nadezhdu: „Fyrsta skylda manns er að lifa“.44
*
Þegar ég vakna upp af þessum harmræna en yndislega draumi sest ég upp og
virði Sigríði klöru, eiginkonu mína, fyrir mér fullur þakklætis. Við mér blasir
einstök kona sem hlýtur að teljast til eins af „dýrlingum jarðarinnar“45 fyrir að
hafa af stóískri ró umborið geðveiki mína í áratugi. Stíg ég loks fram úr rúm-
inu, geng hljóðlega að bókahillu í stofunni, dreg fram bækur ljóðskáldanna og
faðma þær að mér. Finn ég gleðitár streyma niður hvarmana þegar ég hugsa
með bækurnar í fanginu: „kannski á ég von, eftir allt saman“.46
43 Sama heimild, bls. 88.
44 Nadezhda Mandelstam, Hope against Hope, bls. 339.
45 George Eliot, Middlemarch, bls. 312.
46 Greinin lýsir vel hvernig mér leið á ritunartíma hennar sumarið 2021. Efnið er myrkt
en það örlar fyrir von í greinarlok. Eftir ritun textans hugleiddi ég mikið svartnættið sem
hefur umlukið tilveru mína í áratugi og vonina sem lengstum var hulin myrkri. Ég fann
hversu brýnt var að skora eitur illskunnar á hólm og blása lífi í vonina. Lausnin kom til
mín að morgni 1. september 2021. Þá svifu í hugskotunum allir sex kaflar sjálfsævisögu-
legrar skáldsögu, sem ber heitið Lífið er staður / þar sem bannað er að lifa: Bók um geðröskun
og von, og lauk ég ritun hennar um miðjan nóvember sama ár. Hún er stórbrotið ferða-
lag um rangala lífs míns þar sem ég nýt aðstoðar Prédikarans, sögumanns samnefndrar
bókar Gamla testamentisins. Veröld mun gefa bókina út í september 2023.