Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 110
Arnfríður Guðmundsdóttir
Illskan og Guð
Tilvist illskunnar er óumdeilanleg. Við sjáum hana allt í kringum okkur. Illskan er
stór þáttur í sögu mannkynsins og spilar þar oftar en ekki stórt hlutverk. Þannig
er það líka í ritum Biblíunnar. Allt frá þriðja kafla Fyrstu Mósebókar er illskan til
staðar í hinum margvíslegu birtingarmyndum og kallar stöðugt á viðbrögð Guðs.
Í sögu Ísraelsþjóðarinnar, sem varðveitt er í Gamla testamentinu, er illskan aldrei
langt undan. Oftar en ekki á hún hlut að máli þegar einstaklingar eða þjóðin öll
brýtur gegn vilja Guðs. Afleiðingarnar eru misalvarlegar, allt frá því að vera vísað
burt úr Paradís, til Nóaflóðsins og útlegðarinnar í Babýlon og svo áfram.
Spurningar tengdar illskunni og þjáningunni sem af henni hlýst eru áber-
andi innan gyðing-kristinnar trúarhefðar. Frammi fyrir illskunni og afleiðingum
hennar er spurt um eðli og hlutverk hennar. Hvaðan kemur illskan? Hefur hún
einhvern tilgang? Þegar trúaður einstaklingur á hlut að máli er óhjákvæmilegt
að spyrja um tengsl illskunnar og Guðs.
Þekktasta dæmið um einstakling sem glímir við illskuna og áhrif hennar í
Gamla testamentinu er Job. Þegar þjáningin er komin á það stig að vera óbæri-
leg hefur Job upp raust sína og tjáir örvæntingu sína á afgerandi hátt, meðal ann-
ars með því að iðrast þess að hafa fæðst (Jb 3.11–13). Hann telur sig hafa ástæðu
til að kvarta yfir ástandi sínu (Jb 7.11). Það fer illa í vini hans sem eru mættir til
að hugga hann. Þeir telja þjáningar Jobs eiga sér eðlilegar orsakir í fortíð hans.
Að þeirra mati er þjáning hans hirting Guðs og því ætti hann að vera þakklátur,
frekar en að örvænta (Jb 5.17–18). Þetta kann Job ekki að meta. Hann telur vini
sína ranglega halda því fram að Guð sé að baki þjáningu hans og að hans mati
eru þeir „hvimleiðir huggarar“ og ekkert annað (Jb 16.2).
Þó að höfundur Jobsbókar virðist hafna því að líta beri á illsku og þjáningu
sem refsingu (eða gjöf) frá Guði, þá er fjarri því að í bókinni sé að finna endanleg
svör um upphaf og ástæður. Í gegnum tíðina hafa margar kenningar verið settar
Ritið
1. tbl. 23. árg. 2023 (115-118)
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar og
höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.23.1.5
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).