Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 111

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 111
ArNFríður GuðMuNdsdóttir 116 fram um eðli og eiginleika Guðs í ljósi illskunnar og margvíslegra áhrifa hennar. Á síðustu öldum hafa slíkar kenningar gengið undir heitinu theo-dicy, sem er grískt að uppruna og samsett úr hugtökunum theos (guð) og dike (réttlæti), en á íslensku eru ýmist notuð hugtökin trúvörn eða guðvörn. Trúvarnarkenningar leitast við að standa vörð um gæsku og réttlæti Guðs. Oftar en ekki gefa þær til kynna að illskan sé nauðsynleg fyrir þroska okkar eða að hið góða og fallega verði ekki metið til fulls án illskunnar. Þannig enda þær með því að réttlæta illskuna frekar en að útskýra hana. Helsta gagnrýnin á slíkar hugmyndir er að með því að telja illskuna nauð- synlega sé gert lítið úr þeim skelfilegu afleiðingum sem hún geti haft í för með sér. Eitt af lykilatriðum gyðing-kristinnar trúarhefðar er að telja hinn efnislega heim í eðli sínu góðan vegna þess að hann sé sköpunarverk Guðs. Það gerir þeim erfitt fyrir sem vilja finna þar skýr svör um upphaf illskunnar og hlutverk hennar. í Gamla testamentinu eru settar fram fleiri en ein skýring. Þar má til dæmis finna frásöguna af höggorminum í þriðja kafla Fyrstu Mósebókar. Hins vegar eru það mótmæli Jobsbókar gegn því að sjá orsakasamhengi á milli illsku og óhlýðni við boð Guðs, eins og áður hefur verið nefnt. Þó að ekki sé sett fram ein ákveðin hugmynd um upphaf og hlutverk illskunnar þá eru tjáning á mótþróa og andóf gegn illskunni algeng í svokölluðum harmljóðum. Mörg þeirra er að finna í davíðssálmum, sem stundum er nefndur saltarinn. í harmljóðunum er erfiðum aðstæðum lýst, sem meðal annars kemur fram í því að hjálp Guðs virðist hvergi nærri. Oft kemur fram reiði gagnvart Guði og vonleysi, eins og einkennir til dæmis andóf Jobs. Engu að síður má merkja trú hjá höfundinum sem treystir því að Guð muni heyra og bregðast, þrátt fyrir mótlætið. Eitt af þekktustu harm- ljóðum Gamla testamentisins er 22. Davíðssálmur þar sem segir meðal annars: Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig? Ég hrópa en hjálp mín er fjarlæg. „Guð minn!“ hrópa ég um daga en þú svarar ekki, og um nætur en ég finn enga fró. Höfundur minnir Guð á söguna og fyrirheitin til „forfeðranna“. Þá var Guð hvorki fjarlægur né skeytingarlaus gagnvart þjóð sinni: Samt ert þú Hinn heilagi sem ríkir yfir lofsöngvum ísraels. Þér treystu feður vorir, þeir treystu þér og þú hjálpaðir þeim, hrópuðu til þín og þeim var bjargað, treystu þér og vonin brást þeim ekki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.