Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 112
illskAN oG Guð
117
En ólíkt því sem áður var, þegar hjálp Guðs var nærri, hefur vonleysið náð tökum
á sálmaskáldinu. Engu að síður kallar skáldið á hjálp í örvæntingu sinni:
En ég er maðkur og ekki maður,
smánaður af mönnum, fyrirlitinn af öllum.
Allir, sem sjá mig, gera gys að mér,
geifla sig og hrista höfuðið.
Hann fól málefni sitt Drottni,
hann hjálpi honum,
og frelsi hann, hafi hann þóknun á honum.
Þú leiddir mig fram af móðurlífi,
lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.
Til þín var mér varpað úr móðurskauti,
frá móðurlífi ert þú Guð minn.
Ver eigi fjarri mér
því að neyðin er nærri
og enginn hjálpar.
orðalagið í þessu harmljóði er fyrst og fremst þekkt vegna þess að í Mattheusar-
og Markúsarguðspjalli eru upphafsorðin lögð í munn Jesú krists áður en hann
gefur upp andann á krossinum.
Kristin trúarhefð byggir á gyðinglegum grunni, sem gerir það að verkum að
Nýja testamentið verður ekki skilið nema í ljósi þess Gamla. Í fornum kristnum
játningatextum er byrjað á því að staðfesta sköpunartrú Gamla testamentisins
með því að játa trú á „Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar“. Því
næst er fjallað um son Guðs, sem „klæddist holdi … og gjörðist maður“. Þannig
er bilið brúað á milli sköpunar og skaparans sem illskan í formi óhlýðni leiddi
af sér. Með hugmyndinni um „holdtekju Guðs“ áréttar kristin trú svar Guðs
við illskunni í heiminum. Guðspjöllin segja frá því hvernig heimurinn brást við
þessu svari Guðs. Píslarsögu krists er að finna í öllum fjórum guðspjöllum Nýja
testamentisins. Kjarni hennar er frásagan af því hvernig illskan náði að lokum
yfirhöndinni og innsiglaði sigur sinn á föstudaginn langa. En sagan af píslum
krists endar ekki á Golgata heldur með vitnisburði kvennana um tómu gröfina
á páskadagsmorgun.
Á síðustu áratugum hefur minna farið fyrir því að útskýra illskuna, í anda
hefðbundinna trúvarnarkenninga. Í kjölfar síðari heimstyrjaldarinnar og
helfararinnar komu fram áleitnar spurningar um viðbrögð Guðs við hinum
margvíslegu birtingarmyndum illskunnar. Sumir töldu það ekki trúverðugt að