Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 113
ArNFríður GuðMuNdsdóttir
118
tala um Guð eftir þær hörmungar sem dunið höfðu yfir. Einn þekktasti guðfræð-
ingur Vesturlanda um miðja síðustu öld var Þjóðverjinn dietrich Bonhoeffer.1
Hugmyndir Bonheoffers um „hinn þjáða Guð“ höfðu mikil áhrif innan krist-
innar guðfræði á síðari hluta 20. aldar. Með því að leggja áherslu á opinberun
Guðs í þjáningu og dauða krists á krossinum tók Bonhoeffer upp þráðinn frá
Marteini lúther og guðfræði krossins sem hann setti fram á fyrri hluta 16. aldar.
Þýski guðfræðingurinn Jürgen Moltmann skrifaði rit sitt um „hinn krossfesta
Guð“ undir áhrifum lúthers og Bonhoeffers í upphafi áttunda áratugarins, þar
sem hann leggur áherslu á að Guð sé hvorki dauður, máttlaus né miskunnarlaus,
heldur taki sér stöðu með þeim sem þjást.
Femínískir guðfræðingar hafa tekið virkan þátt í umræðunni um illskuna og
þjáninguna sem hún hefur í för með sér, meðal annars með því að leggja áherslu
á illsku af siðferðilegum toga, einkum þá sem birtist í valdbeitingu gagnvart
konum. Í því sambandi hefur verið kallað eftir endurskoðun valdahugtaksins og
drottnunarvaldinu hafnað sem eina mögulega birtingarformi valdsins. Þá hefur
valdi kærleikans verið stillt upp sem andstæðu við drottnunarvaldið, þar sem
kærleikurinn holdgerist í meðlíðan (lat. com-passio). Með því að endurskilgreina
vald Guðs sem kærleika er ekki lengur nauðsynlegt að stilla valdi og kærleika
Guðs sem andstæðum. um leið er opnað á þann möguleika að sjá kross krists
sem tákn um Guð sem tjáir kærleika sinn með því að ganga inn í aðstæður þess
sem finnur til. Myndir af Kristu, af þjáðum kvenlíka á krossinum, hafa verið not-
aðar til að túlka samlíðan Krists með konum sem hafa orðið fyrir barsmíðum,
nauðgun eða annarri valdbeitingu. Af þeim sökum eru Kristu-myndirnar dæmi
um skapandi endurskoðun á túlkun og hlutverki krossins.
Í kristinni trú er gengið út frá því að illskan sé raunveruleg en eigi þrátt
fyrir það ekki síðasta orðið. Þannig vitnar krossfesting Krists um raunveruleika
illskunnar, um leið og hún tjáir samstöðu Guðs sem þeim sem þjást. Einkenni
krossmiðlægrar guðfræði er að leitast hvorki við að réttlæta eða afneita illskunni
heldur að horfast í augu við hana. um leið og tilvist illskunnar er hörmuð er
kallað eftir hjálp Guðs. Hróp Krists á krossinum er hróp þolanda illskunnar
sem finnur sig yfirgefinn af Guði: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið
mig?“ (Mrk 15.33b). Góðu fréttinar (gr. euaggelion) eru þær að sagan endar ekki
á krossinum. Hin kristna von treystir því að á eftir föstudeginum langa komi
páskar.
1 Bonhoeffer var virkur í Játningakirkjunni, sem veitti nasismanum harða mótspyrnu, og
gerði meðal annars tilraun til að taka Hitler af lífi. Hann lét lífið í fangelsi hjá nasistum
skömmu áður en bandamenn lýstu yfir sigri.