Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 113

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 113
ArNFríður GuðMuNdsdóttir 118 tala um Guð eftir þær hörmungar sem dunið höfðu yfir. Einn þekktasti guðfræð- ingur Vesturlanda um miðja síðustu öld var Þjóðverjinn dietrich Bonhoeffer.1 Hugmyndir Bonheoffers um „hinn þjáða Guð“ höfðu mikil áhrif innan krist- innar guðfræði á síðari hluta 20. aldar. Með því að leggja áherslu á opinberun Guðs í þjáningu og dauða krists á krossinum tók Bonhoeffer upp þráðinn frá Marteini lúther og guðfræði krossins sem hann setti fram á fyrri hluta 16. aldar. Þýski guðfræðingurinn Jürgen Moltmann skrifaði rit sitt um „hinn krossfesta Guð“ undir áhrifum lúthers og Bonhoeffers í upphafi áttunda áratugarins, þar sem hann leggur áherslu á að Guð sé hvorki dauður, máttlaus né miskunnarlaus, heldur taki sér stöðu með þeim sem þjást. Femínískir guðfræðingar hafa tekið virkan þátt í umræðunni um illskuna og þjáninguna sem hún hefur í för með sér, meðal annars með því að leggja áherslu á illsku af siðferðilegum toga, einkum þá sem birtist í valdbeitingu gagnvart konum. Í því sambandi hefur verið kallað eftir endurskoðun valdahugtaksins og drottnunarvaldinu hafnað sem eina mögulega birtingarformi valdsins. Þá hefur valdi kærleikans verið stillt upp sem andstæðu við drottnunarvaldið, þar sem kærleikurinn holdgerist í meðlíðan (lat. com-passio). Með því að endurskilgreina vald Guðs sem kærleika er ekki lengur nauðsynlegt að stilla valdi og kærleika Guðs sem andstæðum. um leið er opnað á þann möguleika að sjá kross krists sem tákn um Guð sem tjáir kærleika sinn með því að ganga inn í aðstæður þess sem finnur til. Myndir af Kristu, af þjáðum kvenlíka á krossinum, hafa verið not- aðar til að túlka samlíðan Krists með konum sem hafa orðið fyrir barsmíðum, nauðgun eða annarri valdbeitingu. Af þeim sökum eru Kristu-myndirnar dæmi um skapandi endurskoðun á túlkun og hlutverki krossins. Í kristinni trú er gengið út frá því að illskan sé raunveruleg en eigi þrátt fyrir það ekki síðasta orðið. Þannig vitnar krossfesting Krists um raunveruleika illskunnar, um leið og hún tjáir samstöðu Guðs sem þeim sem þjást. Einkenni krossmiðlægrar guðfræði er að leitast hvorki við að réttlæta eða afneita illskunni heldur að horfast í augu við hana. um leið og tilvist illskunnar er hörmuð er kallað eftir hjálp Guðs. Hróp Krists á krossinum er hróp þolanda illskunnar sem finnur sig yfirgefinn af Guði: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ (Mrk 15.33b). Góðu fréttinar (gr. euaggelion) eru þær að sagan endar ekki á krossinum. Hin kristna von treystir því að á eftir föstudeginum langa komi páskar. 1 Bonhoeffer var virkur í Játningakirkjunni, sem veitti nasismanum harða mótspyrnu, og gerði meðal annars tilraun til að taka Hitler af lífi. Hann lét lífið í fangelsi hjá nasistum skömmu áður en bandamenn lýstu yfir sigri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.