Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 115

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 115
ÁRMaNN JakOBSSON 120 Hlíðarenda sé brenndur inni og að lokum vinnur hann sitt versta ódæði þegar hann rægir Höskuld Hvítanesgoða við Njálssyni og öfugt en tekur síðan þátt í vígi Höskuldar á laun. Mörður varð eðlilega að táknmynd lygarans fyrir Jóhann Sigurjónsson sem samdi um hann sitt hinsta leikrit (Løgneren: skuespil i fem akter, 1917). Öfugt við mörg illmenni í sögum fær Mörður þó aldrei makleg málagjöld og er þvert á móti í réttu liði í sögulok. auk heldur er hann einn örfárra manna í Njáls sögu sem sagt er að elski konuna sína.3 Mörður er aldrei kallaður illmenni í sögunni en þá einkunn fá kolur verk- stjóri Hallgerðar langbrókar og Brynjólfur rósta frændi hennar.4 Þeir verða báðir þátttakendur í illdeilum Hallgerðar og Bergþóru en hvorugur þó viljugur og kolur á raunar ein spaklegustu ummæli sögunnar þegar Hallgerður fullvissar hann um að hún muni gæta hans en hann segist hafa dreymt annað.5 Veit sjálf- sagt eins og hinir lítilsverðu á öllum tímum að þeim sem eru hærra í stigveldinu er oftast slétt sama um þjóna sína þegar á reynir. atli húskarl Bergþóru notar orðið illmenni líka um sjálfan sig en ef til vill er söguhlýðendum ætlað að efast um það eins og allar staðhæfingar manna um sjálfa sig.6 Síðar kallar hinn gráglettni Víga-Hrappur sjálfan sig illmenni þegar á vegi hans verður útlaginn Tófi sem hefur rænt eiginkonu sinni frá frændum hennar: „En ek veit, at vit erum báðir illmenni, því at þú mundir ekki hér kominn frá ǫðrum mǫnnum, nema þú værir nǫkkurs manns útlagi“.7 Hér er illmennið augljóslega samfélagslega skilgreint fremur en með tilvísun til siðalögmála sem séu mönnum æðri, nema Hrappur leggi þetta tvennt einfaldlega að jöfnu. Túlkun orðanna hlýtur þó að taka mið af því að Hrappur er gráglettinn og auðvitað hinu að ekki er hægt að skilja það eins þegar menn kalla sjálfa sig illmenni en þegar sögumannsröddin eða almannarómur úthlutar mönnum heitinu. Gæti Hrappur verið að benda á að í raun sé hvorugur mannanna illmenni í raun og veru? Gæti verið að illmenni sé nánast eins og starfsheiti í sögunni, notað um handlangara sem hægt er að fá til að vinna illvirki? Tveir menn í viðbót eru kallaðir illmenni í Njálu en á þeim vitum við engin deili. Það er þegar Snorri goði eignar tveimur draugum að stöðva framrás Flosa og manna hans í almannagjá á Þingvöllum og sögumaður skýrir – eða öllu 3 Sjá meðal annars Robert Cook, „Mörður Valgarðsson“, Sagnaheimur: Studiesin Honour of Hermann Pálsson, ritstjórar Ásdís Egilsdóttir og Rudolf Simek, Wien: Fassbaender, 2001, bls. 63–77. 4 Brennu-Njáls saga, bls. 92 og 100. 5 Sama rit, bls. 94. 6 Sama rit, bls. 97. 7 Sama rit, bls. 213.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.