Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 115
ÁRMaNN JakOBSSON
120
Hlíðarenda sé brenndur inni og að lokum vinnur hann sitt versta ódæði þegar
hann rægir Höskuld Hvítanesgoða við Njálssyni og öfugt en tekur síðan þátt í
vígi Höskuldar á laun. Mörður varð eðlilega að táknmynd lygarans fyrir Jóhann
Sigurjónsson sem samdi um hann sitt hinsta leikrit (Løgneren: skuespil i fem akter,
1917). Öfugt við mörg illmenni í sögum fær Mörður þó aldrei makleg málagjöld
og er þvert á móti í réttu liði í sögulok. auk heldur er hann einn örfárra manna
í Njáls sögu sem sagt er að elski konuna sína.3
Mörður er aldrei kallaður illmenni í sögunni en þá einkunn fá kolur verk-
stjóri Hallgerðar langbrókar og Brynjólfur rósta frændi hennar.4 Þeir verða báðir
þátttakendur í illdeilum Hallgerðar og Bergþóru en hvorugur þó viljugur og
kolur á raunar ein spaklegustu ummæli sögunnar þegar Hallgerður fullvissar
hann um að hún muni gæta hans en hann segist hafa dreymt annað.5 Veit sjálf-
sagt eins og hinir lítilsverðu á öllum tímum að þeim sem eru hærra í stigveldinu er
oftast slétt sama um þjóna sína þegar á reynir. atli húskarl Bergþóru notar orðið
illmenni líka um sjálfan sig en ef til vill er söguhlýðendum ætlað að efast um
það eins og allar staðhæfingar manna um sjálfa sig.6 Síðar kallar hinn gráglettni
Víga-Hrappur sjálfan sig illmenni þegar á vegi hans verður útlaginn Tófi sem
hefur rænt eiginkonu sinni frá frændum hennar: „En ek veit, at vit erum báðir
illmenni, því at þú mundir ekki hér kominn frá ǫðrum mǫnnum, nema þú værir
nǫkkurs manns útlagi“.7 Hér er illmennið augljóslega samfélagslega skilgreint
fremur en með tilvísun til siðalögmála sem séu mönnum æðri, nema Hrappur
leggi þetta tvennt einfaldlega að jöfnu. Túlkun orðanna hlýtur þó að taka mið
af því að Hrappur er gráglettinn og auðvitað hinu að ekki er hægt að skilja
það eins þegar menn kalla sjálfa sig illmenni en þegar sögumannsröddin eða
almannarómur úthlutar mönnum heitinu. Gæti Hrappur verið að benda á að í
raun sé hvorugur mannanna illmenni í raun og veru? Gæti verið að illmenni sé
nánast eins og starfsheiti í sögunni, notað um handlangara sem hægt er að fá til
að vinna illvirki?
Tveir menn í viðbót eru kallaðir illmenni í Njálu en á þeim vitum við engin
deili. Það er þegar Snorri goði eignar tveimur draugum að stöðva framrás Flosa
og manna hans í almannagjá á Þingvöllum og sögumaður skýrir – eða öllu
3 Sjá meðal annars Robert Cook, „Mörður Valgarðsson“, Sagnaheimur: Studiesin Honour of
Hermann Pálsson, ritstjórar Ásdís Egilsdóttir og Rudolf Simek, Wien: Fassbaender, 2001,
bls. 63–77.
4 Brennu-Njáls saga, bls. 92 og 100.
5 Sama rit, bls. 94.
6 Sama rit, bls. 97.
7 Sama rit, bls. 213.