Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 120
Sigríður ÞorgeirSdóttir
Illska, græðgi, fíkn og samkennd
Það eru ekki til mörg illmenni eins og við þekkjum úr teiknimyndum, blinduð
af illgirni og einbeitt í að pína og kvelja. Vúha! Fyrr á tímum var litið svo á
að illmenni væru djöfullegar verur. Á tímum sálarfræði, tauga- og félagsvísinda
höfum við öðlast vísindalega ígrundaðri sýn á margvíslega bresti sem geta af sér
allt frá ungum fjöldamorðingjum í skólum til einræðisherra sem hika ekki við að
ráðast inn í önnur lönd og fórna hundruðum þúsunda mannslífa.
Vitaskuld eiga ævinlega margir þættir hlut að máli, en einn samnefnari ill-
menna er skortur á samkennd (e. empathy). Samkennd er tvíþætt. Annars vegar
felst hún í vitsmunalegri getu til að skilja aðra og hvað þeim gengur til. Tilfinn-
ingaleg samkennd er hins vegar hæfnin til að finna til með öðrum, lifa sig inn
í líðan þeirra og finna þörf til þess að liðsinna, líkna eða lina þjáningu þeirra.
Vitsmunaleg samkennd er ekki endilega ávísun á siðferðilega breytni enda er alls
konar vitsmunlegt misræmi og mótsagnir einkennandi fyrir okkur. Andstætt fyrri
aldar mönnum sem töldu dýr skynlausar og sálarlausar skepnur skiljum við til að
mynda þjáningu sláturdýra og getum fundið til með þeim. Samt höldum við flest
áfram að neyta kjöts. Og leiðin frá vitsmunalegri og tilfinningalegri samkennd
með dýrum til þess að hætta að borða kjöt er oft löng.
Skortur á siðferðilegri samkennd er langt í frá eini mælikvarðinn á illsku
og samkennd er heldur ekki fullnægjandi forsenda siðferðilegrar breytni. Illska
er heldur ekki bara einstaklingsbundin og geta hópar og jafnvel stór kerfi sam-
félagsins verið ill og nært illsku einstaklinga. Fræg er greining Hönnuh Arendt á
því sem hún kallaði lágkúrulega illsku Adolfs Eichmanns, eins helsta gerandans í
morðvél Helfararinnar. Lágkúruleg illska hans fólst í vangetu til að sjá gerðir sín-
ar í stærra samhengi vegna þess að hann var drifinn áfram af narsískri þörf fyrir
viðurkenningu yfirboðara með því að framfylgja fyrirmælum og hafa vald sem
lét hann finna til sín. Það er samt álitamál hvort illska Eichmanns hafi verið jafn
Ritið
1. tbl. 23. árg. 2023 (125-130)
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar og
höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.23.1.7
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).