Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 132
„DRAUgAR Í SKElINNI“?
137
orðnum. Hann setur fram þá kenningu að við vinnum áfram með og víkkum út
(e. transcend) þá siðferðisvitund sem við fæðumst með. Ímyndunarafl okkar, sam-
kennd og sérstaklega greind gefi okkur siðferðilegt innsæi og siðferðisþroska sem
vaxi jafnt og þétt fram á fullorðinsár.25
Rannsóknir Blooms á börnum gefa til kynna að ákveðin tegund af siðferði
sé okkur eðlislæg. Við höfum frá æsku siðferðiskennd sem geri okkur kleift að
dæma aðra og sem leiðbeini samkennd okkar og fordæmingu. Við séum frá nátt-
úrunnar hendi vinsamleg við aðra, að minnsta kosti stundum. En við höfum
einnig meðfæddan hæfileika til þess að sýna ljótleika sem geti dreift sér og orðið
að illsku.26 Bloom segir prestinn Thomas Martin hafa hitt naglann á höfuðið
á 19. öld þegar hann tali um „innfædda spillingu“ (e. native depravity) barna og
niðurstaða hans hafi verið að „við fæðumst inn í heiminn með eðli sem er ríkt af
illri tilhneigingu“.27
Börnin sem Bloom rannsakar eru ung en ekki yngri en þriggja mánaða, þar
sem erfitt er að skoða huga svo ungra barna. Það tekur hugann einnig tíma að
þroskast, svo hann færir ekki rök fyrir því að siðferði sé endilega til staðar frá
fæðingu auk þess sem það geti tekið tíma fyrir einkennin að birtast. Það breyti
því ekki að ákveðinn grundvöllur siðferðiskenndar okkar sé ekki lærður heldur
afrakstur líffræðilegrar þróunar.28
Siðferði hefur ekki endilega eitthvað að gera með það sem okkur finnst vera
rangt. Það nær einnig yfir allt sem okkur finnst vera rétt, gott og vinsamlegt, til
25 Bergjót S. Kristjánsdóttir og guðrún Steinþórsdóttir þýða orðið „compassion“ sem
samkennd en orðið „sympathy“ sem samúð. Sjá til dæmis greinina „„Samkennd er …
stundum kölluð samlíðun.“
26 Paul Bloom, Just Babies. The Origins of Good and Evil, bls. 8.
27 Bloom sækir tilvitnunina í Thomas Martin í Frank Keil, Developmental Psychology. The
Growth of Mind and Behavior, New York: Norton, 2014. Þessi tilvitnun tengist hugmyndum
okkar um erfðasyndina í kristinni kennisetningu. Í fyrstu Mósebók Biblíunnar er sagt frá
því að börn fæðist með erfðasyndina, spillt eðli sem þarfnist endurreisnar. Mennirnir
hafi því tilhneigingu til þess að hegða sér á syndsamlegan máta. Þessi trú er byggð á
upprunalegu syndinni, sögunni af Adam og Evu í Aldingarðinum og birtist til dæmis í
sálminum „Sjá, sekur var ég, er ég varð til, syndugur, er móðir mín fæddi mig“ (51:7) og í
Rómverjabréfinu: „Syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann og dauðinn fyrir syndina,
og þannig er dauðinn runninn til allra manna, af því að allir hafa syndgað.“ (5:12) Sagn-
fræðingurinn James Boyce segir að vestræn trúarbrögð séu einstök að því leyti að fólk
sé dæmt áður en það fremur siðlausan verknað. Ríkjandi skoðunin hafi verið sú að fólk
fæðist sem syndarar, vegna réttlátrar reiði guðs, ekki vegna þess sem það gerði heldur
vegna þess sem það er. Boyce segir að kennisetningin sé miðlæg fyrir vestrænan skilning
á mannleika okkar. Án einhvers konar þekkingar á þessari ráðgátu sé hættan sú að við
munum ekki skilja okkur sjálf. Sjá James Boyes, Born Bad, Original Sin and the Making of the
Western World, Collingwood: Black Inc, 2014, bls. 10–12.
28 Paul Bloom, Just Babies, bls. 8.