Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 134
139
PAul Bloom
Samlíðan og samkennd1
Fólk getur ekki tekið siðferðilegar ákvarðanir án hæfileikans að geta greint
rétt frá röngu. En ef við viljum útskýra hvaðan siðferðilegar athafnir koma –
hvers vegna við hegðum okkur stundum vinsamlega og erum ósérhlífin, í stað
grimmdarlega og af sjálfselsku, þá má glöggt sjá að siðferðisvitund dugar ekki
sem útskýring.
Til að skilja þetta gætum við ímyndað okkur fullkominn, fullkomlega rotinn,
siðblindingja (e. psychopath). Hann er gæddur ýmsum lyndiseinkunnum, er til
dæmis vel greindur, hefur góða félagshæfni og sitthvað af þeim sömu hvötum og
venjulegt fólk býr yfir, svo sem hungur, losta og forvitni. En hann skortir hefð-
bundin viðbrögð við sársauka annarra og vantar tilfinningar eins og þakklæti og
skömm. Vegna óæskilegra genasamsetninga, uppeldis og einstaklingsbundinnar
persónulegrar reynslu er hann án siðferðiskenndar.2
Siðblindinginn okkar þarf ekki að vera siðferðilegur vanviti (e. moral imbecile).
Hann gæti búið yfir þeim einföldu hæfileikum sem við töluðum um í síðasta
kafla.3 Jafnvel sem siðblint barn, gæti hann fremur kosið einstakling sem hjálpar
einhverjum upp á hæð heldur en þann sem hrindir persónunni niður. Og þegar
hann vex úr grasi mun hann læra á reglur og væntingar samfélags síns. Siðblind-
inginn okkar veit að það er „rétt“ að hjálpa barni sem hefur villst og „rangt“
1 [Þýð.] Ritstjóra Ritsins, Guðrúnu Steinþórsdóttur er þakkað yfirlestur og mjög góðar
ábendingar.
2 Essi Viding, R. James. R. Blair, Terrie. E. Moffitt, og Robert Plomin, „Evidence for
Substantial genetic Risk for Psychopathy in 7-Year-Olds“, Journal of Child Psychology and
Psychiatry 46/2005, bls. 592–597.
3 [Þýð.] Um er að ræða þýðingu á öðrum kafla úr bók Pauls Bloom sem er prófessor í sál-
fræði við Háskólann í Toronto og emeritus við Yale háskóla. Bókin heitir á frummáli Just
Babies. The Origins of Good and Evil og kom út árið 2013. Í fyrsta kafla bókar sinnar ræðir
Bloom sérstaklega um siðferðilegt líf ungabarna, hvernig ákveðnir þættir siðferðis virðast
vera okkur náttúrulegir eða eðlislægir á meðan aðrir eru það ekki. Bloom hefur ásamt
samstarfsmanni sínum og eiginkonu, Karen Wynn, rannsakað heila ungabarna með ým-
iss konar prófunum á rannsóknarstofu þeirra sem hann lýsir meðal annars í fyrsta kafla
bókar sinnar. Rannsóknirnar miða til að mynda að því að auka skilning á félagsþroska
ungabarna, siðferðisvitund og því gildismati sem börn hafa á góðri og slæmri hegðun.