Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 161
HJAlTI HuGASOn
166
er guð óaðskiljanlegur frá alheiminum, er hvarvetna nærri og býr í öllu.30 Enn-
fremur má halda því fram að í ljóðinu gæti svokallaðrar neikvæðrar eða apofa-
tískrar guðfræði en hún kennir að ómögulegt sé að lýsa guði á nokkurn hátt
nema með útilokunaraðferð. Athyglisvert er að ljóðmælandi játar að hik sitt,
efi og jafnvel afneitun sé í raun ígrundun um guðdóminn, leit að honum og því
heimferð eða afturhvarf til hans. Trú og efi geta enda vegið salt í tilviki þess sem
gætir fullra heilinda í leit sinni. Þá er athyglisvert að hér og raunar víðar í ljóðum
Hannesar tengjast hik og efi.31 Líta má svo á að í því megi skynja ákveðinn tón
í efanum. Hann virðist opinn og dynamískur, rúma spurningar og leit, en ekki
vera lokaður í höfnun eða afneitun.
Dauðinn — endalok alls
Í nokkrum ljóða Hannesar Péturssonar koma fram afdráttarlausar hugmyndir
um dauðann sem algjör og óafturkræf endalok mannlegrar tilveru, dauðann sem
endi alls.32 Þessi ljóð eru vissulega til þess fallin að vekja ágengar hugleiðingar og
tilfinningar hjá þeim mörgu sem vona að tilvist okkar nái í einhverri merkingu
út yfir gröf og dauða og reisa jafnvel hugmyndir sínar um tilgang jarðlífsins á
slíku framhaldi þess.
Elsta ljóðið sem hér verður staldrað við er „Í kirkjugarði“.33 Þar talar
ljóðmælandi eindregið gegn hugmyndum um meðvitaða, einstaklingsbundna
tilvist eða líf eftir dauðann:
Þeir sem heyra ekki, sjá né finna til framar
flytjast í garð sem þennan til móts við hina
er sögðu: Við deyjum til Drottins og gamalla vina.
En Dauðinn
sendir menn aldrei þangað. Þeir fá að vörum
30 Helmer Ringgren, Åke Ström, Religionerna i historia och nutid, 6. útg., Stokkhólmi: Vebum,
1974, bls. 23.
31 Sjá „Að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd“ (1969, Rímblöð). (257)
32 Silja Aðalsteinsdóttir hefur bent á að í ljóðum H.P. komi ekki fram skelfing frammi fyrir
dauðanum heldur gæti þar nýrómantískrar dauðaþrár sem skáldið hafi þó viljað rísa
gegn. Silja Aðalsteinsdóttir, „Formbylting og módernismi“, bls. 109–111. Jóhann Hjálm-
arsson taldi aftur á móti dauðageig koma fram í Í sumardölum og víðar. Jóhann Hjálmars-
son, Íslenzk nútímaljóðlist, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1971, bls. 191–209, hér bls.
200, 202–203. Hér er fremur litið svo á að jákvæð afstaða til jarðlífsins svipti hinn algera
dauða eyðingarmætti sínum.
33 Ort 1956 birtist í Í sumardölum.