Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 166
„HAnDAn VIð lÍFIð BÍðuR EkkERT, EkkERT“
171
Hví gæti það ekki verið
vilji Höfundarins —
tilgangur
sem oss tekst aldrei að skilja46
að hver maður sofni
svefninum endalausa
hverfi til þagnarinnar
þaðan sem hann kom?
Hví skyldi vera merkingarlaust
að mynnast út í þögnina
þá dularfullu þögn
sem drýpur af stjörnunum? (386)47
Önnur sjónarhorn á dauðann
Í ljósi þeirrar lífsafstöðu sem hér hefur verið lýst kemur ekki á óvart að víða
í ljóðheimi Hannesar Péturssonar er bæði fyrr og síðar vikið að dauðanum á
mun mildari máta en gert er í framangreindum ljóðum sem eru flest frá sjötta
og sjöunda áratug liðinnar aldar og tilheyra einkum „Söngvum til jarðarinnar“.
Þegar í elstu ljóðum sínum yrkir Hannes um óvissan tíma dauðans. Í fyrri
hluta ljóðsins „Í stofu“ gætir nokkurs trega þar sem kvöldkyrrð, næturregn að
hausti, einsemd og bið tjá nálægð dauðans í óræðri framtíð en ljóðmælandi spyr
af æðruleysi í lokin:48
46 Jóhann Hjálmarsson áleit það viðhorf sem fram kemur í mörgum ljóðum H.P. um dauð-
ann vera andkristið og ateískt en það hafi síðar vikið fyrir jákvæðara viðhorfi. Jóhann
Hjálmarsson, Íslenzk nútímaljóðlist, bls. 198, 205. Páll Valsson („umsagnir um bækur“, bls.
127) hefur á hinn bóginn bent á að hjá H.P. megi greina það viðhorf að hinn endanlegi
dauði feli ekki í sér að tilveru guðs sé hafnað. Hér er tekið undir þá túlkun ekki síst á
grundvelli þessara hendinga. H.P. hefur sjálfur lýst afstöðu sinni til dauðans svo að hún
sé skuggahliðin á lífsþorstanum. Gísli Sigurðsson, „Hugsunin um fallvaltleikann“, bls. 7.
Sjá og Ólafur Jónsson, Líka líf, bls. 126, 131.
47 Um þögnina sjá og „Bænarstaður“. (Haustaugu, 55)
48 Ljóðið ort 1955 birtist í Kvæðabók.