Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 167
HJAlTI HuGASOn
172
[…]
Hvað er berta en bíða kyrr
hjá bókum sínum, myndum, hlýum arni
unz kemur hann, sá eini er engan spyr
hvað augun sáu, höndin snart, en fer
með okkur gegnum hússins læstu hurðir
heim með sér… (30)49
Ljóðið lýsir gagnstæðri kennd frammi fyrir óvæntri komu dauðans en bent var
á í „Söngvum til jarðarinnar“ þar sem honum er lýst sem manni með flugbeitt
augnaráð.
Eitthvert hugljúfasta ljóð Hannesar um dauðann er án efa „Í Reykjagarði“.50
Þar segir af göngu milli gróinna leiða á sumarkvöldi. Slík för að leiði vina, ætt-
ingja eða annarra sem skáldið finnur til skyldleika við kemur þráfaldlega fyrir í
ljóðum Hannesar. ljóð af því tagi má nefna kirkjugarðsljóð. Í Reykjakirkjugarði
hvarflar hugur ljóðmælanda aftur í tímann til einhvers sem þarna hvílir í týndri
gröf en einnig fram á við til þess tíma er „[…] allt um síðir / sefur í foldu.“ (205)
ljóðinu lýkur þannig:
sefur draumlaust51
að duldum vilja
og æðsta boði
49 Varðandi komu dauðans sem ekki verður lokaður úti má benda á lokahendingu X ljóðs í
„Söngvum til jarðarinnar: „En Dauðinn á eftir að koma. Hann veit hvar ég bý.“ (107) —
Skyld ljóðum um dauðans óvissa tíma eru þau sem fjalla um afmarkaða stund mannsins
á jörðinni (sjá „Í Reykjagarði“) en bæði stefin fjalla um forgengileika jarðlífsins og óhjá-
kvæmileg endalok þess við dauðann. Sjá og „Höllin“ frá 1958 úr Í sumardölum. (66) Við
svipaðan tón kveður í „kveðju“ frá 1965 úr Innlönd: Sá sem að morgni hlustaði á söng
fuglanna veit að kvöldi „[…] hvernig vegirnir enda.“ (167)
50 Ort 1968, birtist í Innlönd. H.P. hefur sterk tengsl við innsveitir Skagafjarðar, bæði ættar-
tengsl og vegna sumardvalar þar í æsku. Hannes Pétursson, Jarðlag, bls. 35–121.
51 Dauðanum er víða líkt við svefn í ljóðum H.P. Í „Þanatos“ (gr.=dauði) (1975, „Ýmis
kvæði“ í Kvæðasafni 1951–1976) er dauðanum líkt við svefn sem ómögulegt sé að villast
frá. (281) Enn gætir líkingarinnar í „Sonarorði“ þar sem látnir foreldrar eru sagðir hvíla
hlið við hlið og auk þess við hlið „Óskiljanleikans“. (436) Frá svefninum er skammt yfir
í þá líkingu að dauðinn felist í þögn. Í „Steinn, að ferðalokum“ frá 1981 úr 36 ljóð eru
nefnd „firnindi þagnarinnar“ en þau ein eru framundan fyrir skáld sem komið er að
leiðarlokum. (394) Sjá og „Við gröf Rilkes“ frá 1960 úr Stund og staðir. (144) Þá má benda
á að H.P. líkir dauðanum við haust eins og fram kemur í fjórtanda ljóði Heimkynna við
sjó frá 1978. (312) Allt eru þetta hefðbundnar og mildar birtingarmyndir dauðans sem