Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 171
HJAlTI HuGASOn
176
móti persónulegur og er líkt við öruggan skákmann sem hefur allar leikfléttur á
valdi sínu. — Er þar væntanlega kominn tímavörðurinn sem stígur fram á sviðið
í „Í Reykjagarði“.
Ljóðið „Ljós og hljómar“ tengist einni af stórhátíðum kirkjuársins, jólunum,
en fjallar í raun um opinberun dulins veruleika.62 Ljóðmælandi hefur kveikt á
kerti á borði sínu og bíður :
Og bíð þess að ég finni
[…] (Vegna þess að heilt erindi er fellt brott.)
sem forðum að glaðir hljómar
séu lagðir af stað
út úr lágum turnunum
að ég heyri þá svífa
yfir hvítt landið og stefna
hærra, hærra!
eins og hyggist þeir setjast
á sjálfar stjörnurnar
svo ljós og hljómar
geti hafið í einingu saman
af himnum gegnum loftin
sína heilögu ferð. (161)
Sterk hliðstæða er milli „Ljóss og hljóma“ og töluvert yngra ljóðs, „Páskalilja“.63
Þar yrkir Hannes um blóm sem standa á borði með bikara fyllta ilmi sem enginn
nemur nema sá sem lýtur að þeim „[…] líkt og sá / sem krýpur að lind og
slekkur þorsta sinn þar.“ ljóðinu lýkur svo á þessum hendingum: „[…] Þeim
einum sem vitja / ilms ykkar, lífs ykkar, takið þið tveimur höndum / því tíminn
er kominn, hin rétta stund til að anga. (60)64 Í báðum ljóðunum er því beðið
62 Ort 1965, birtist í Innlönd.
63 Ort 1959, birtist í Í sumardölum.
64 Hugmyndin um „opinberun“ hulins veruleika á réttum tíma kemur víðar fram í ljóðum
H.P., meðal annars í lokahendingum „Skelja“ frá 1951 úr Kvæðabók (5) Í „Undrinu“ frá
1962 úr Stundir og staðir gætir enn þeirrar hugsunar að leyndardómur birtist á veraldlegan
hátt. (129) Í „Stjörnubrunni“ frá 1965 úr Innlönd gætir skyldrar hugsunar en þar er bent
á að hin rétta stund verði ekki þvinguð fram. (162) Í grísku er greint á milli kronos, hins
mælanlega tíma, og kairos sem nær yfir náðar- og ögurstund, það er hinn rétta tíma sem
drepið er á í ljóðunum.