Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 172
„HAnDAn VIð lÍFIð BÍðuR EkkERT, EkkERT“
177
eftir undri sem gerist þegar þess tími er kominn. Kertið og blómin á borði ljóð-
mælanda eru efniskenndir hlutir sem þjóna sem farvegir opinberunar. Þar með
verða þau veraldleg sakramentisefni sem umbreyta skrifborði í altari sem ekki
er þó helgað neinum guði. Í þessum tveimur ljóðum er lýst þögulli íhugun þar
sem ljóðmælendur leitast við að skynja þá opinberun er „glaðir hljómar“ taka að
óma að minnsta kosti fyrir innri eyrum eða ilmur að berast að vitum. Í báðum
tilvikum er um opinberun dulinnar víddar eða leyndardóms að ræða sem ýmist
er hulinn eða opinn eftir því hvort viðtakandinn lifir hina „réttu stund“ eða ekki.
Í „Endurkomu“ er enn vikið að opinberun hulinnar víddar en í spurnarformi
líkt og þegar fjallað er um tilgang lífsins í „Undir vetrarhimni“ eins og þegar
hefur verið minnst á.65 Nú er sjónum beint að veigamiklum þætti í kristinni kenn-
ingu sem á máli guðfræðinnar kallast eskatólógía (gr. eschatos=síðastur, hinstur).
Hún fjallar um dauðann, hinsta dóm og lokatakmark mannsins, einstaklingsins
og mannkyns alls, þar á meðal upprisuna, eilífa lífið og ríki Guðs sem opinberast
þar sem og þegar vilji Guðs verður „svo á jörðu sem á himni“. Grunntónn es-
katólógískrar orðræðu snýst því um boðskap kristninnar um vonarríka fram-
tíð. Jafnframt felur hún í sér ógnþrungin endalok veraldarinnar, heimsendi. Er
þá vissulega fremur um svokallaða apókalýptík (gr. apokalypsis=afhjúpun, opin-
berun) að ræða sem meðal annars kemur fram í Opinberunarbók Jóhannesar. Til
hennar virðist einmitt vísað í upphafshendingum ljóðsins þar sem rætt er um
flughraða komu „hans“, það er krists, við lúðurdyn í fyllingu tímans.66 Í síðara
erindinu er viðraður efi um hvort hið apókalýptíska myndmál um dómsdag lýsi
best endurkomunni eða hvort ódramatískari líkingar eigi betur við:
[…]
Eða kemur hann eins og geislinn
sem klýfur nú yfir fjallinu
kvöldskýið gullinrauða
— sólstafur sem fellur
á foldir í þögn og mildi
og leggur engan dóm
á lifendur og dauða? (196)
Hér er ekki aðeins spurt um hinsta dóm. Spurningin snýst um sjálft eðli
opinberunarinnar þegar hin hulda vídd opnast: lýtur hún sínum einstöku lög-
65 „Endurkoma“ ort 1968, birtist í Innlönd.
66 Sjá Opb 1.10, 4.1, 8.13.