Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 176
„HAnDAn VIð lÍFIð BÍðuR EkkERT, EkkERT“
181
á nafn ofan
af hnöttum hvolfsins, þangað til
að í tóminu ríkir
tærleiki stjarnanna —74
aðeins ljós sem er ljós
og myrkur sem er myrkur.
En nú geislar sumar!
Sól hnígur.
Brauð og vín
er á borði helgrar jarðar.
Og ég neyti þessa brauðs
bergi þetta vín
ég, hinn efagjarni
sá sem innan skamms
óvissa stund
slæst í fylgd með söngnum
silfurbjarta
inn í kvöldskuggaþröng
þar sem klukkuhjómur ferðalagsins þagnar. (Haustaugu, 58–59)
Sé fallist á að ljóðmyndinni sé brugðið upp frá Álftanesinu, heimkynnum Hann-
esar við sjóinn, virðist ljóst að hér játi hið aldraða skáld efasemdir sínar þegar
það ryður úr huga sér öllum mannasetningum uns ekkert stendur eftir nema tært
tómið. um leið er það sér meðvitað um að það kvöldar í lífi þess og senn muni
sól setjast og undur ferðalagsins „þagna“. Þó etur það af brauðinu og bergir af
víninu, náðar- og sakramentisefnunum sem náttúran reiðir fram og miðlar eins
og í kvöldmáltíðinni nálægð þess „[…]sem enginn þekkir til grunna“. Jafnframt
bregður ljóðið ljósi á andlega vegferð skáldsins frá barnatrú til efa.75
74 Hér má greina ákveðna smættunarhyggju (e. reducionalism) sem einnig verður fyrir í mun
eldra ljóði eða 55. ljóði í Heimkynnum við sjó en það var ort 1977. (353)
75 Í „Sonarorðum“ má merkja þróun frá barnatrú til efa. (436) Sama þróun kemur fram í
„Talað við Einhyrning“ (1986–1989, Eldhylur). Þar er þessi klifun: „Þið átti ég að bróður
/ í þagnarljósi barnshjarta míns. / En þig missti ég / og þín er ég að leita, sífellt ...“ (442,
445) Mótífið kemur einnig fram í næst nýjustu bók H.P. (Fyrir kvölddyrum, bls. 46–47). Þar
hefur þróunin þó almennari skírskotun og nær öðrum þræði yfir afhelgun. Einnig virðist
skírskotað til afhelgunar í „Fyrirburði“ í nýjustu bók H.P. er einnig vikið að afhelgun en