Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 178
„HAnDAn VIð lÍFIð BÍðuR EkkERT, EkkERT“
183
Að endingu
Efa gætir víða í ljóðheimi Hannesar Péturssonar. Efinn er þar áleitin kennd
fremur en mótuð afstaða og felst ekki síst í spyrjandi hiki. Hann er því opinn og
„dýnamískur“ en felur ekki í sér útilokun eða afneitun. Vera má að þessi blæbrigði
sín hafi efinn fengið vegna þess að hann hefur ekki fylgt skáldinu ævilangt heldur
tók við af djúpstæðri barnatrú. Í ljóðunum segir víða frá vegferð ljóðmælanda
frá trausti til leitandi glímu við leyndardóma tilverunnar. Þetta gefur ljóðunum
trúarlega vídd í þeirri merkingu sem það orð hefur í þessari grein.
Í ljóðum Hannesar kemur þó oft fram skýr afstaða sem ýmist er sett fram í
ágengum spurningum eða afdráttarlausum yrðingum. Meðal annars er fullyrt
að handan við lífið bíði ekkert, að einstaklingsbundinni tilveru okkar sé endan-
lega lokið við dauðann þótt við lifum um skeið í hugum þess fólks sem man
okkur og sameinumst svo eilífri hringrás náttúrunnar. Þetta veldur því þó ekki
að í ljóðunum sé dauðinn útmálaður sem óvinur heldur er einnig brugðið upp
af honum mildum myndum. Í því felst þó engin málamiðlun. Hvarvetna í ljóð-
heiminum kemur það viðhorf fram að tilgangsins með jarðlífinu sé ekki að leita
í tilvist að því loknu heldur að hann búi einmitt í jarðlífinu hér og nú — í því lífi
sem lifað er og notið.
Þrátt fyrir að tilveru handan lífs og dauða sé hafnað gætir oft í ljóðunum
þeirrar heimsmyndar að tilveran sé ekki öll þar sem hún er séð. Má raunar líta
svo á að hér sé um rauðan þráð að ræða við hlið efans. Víða verður fyrir sú sýn
að auk hins „þessa-heimslega“, hinnar efnis- og tímanlegu víddar sé til eitthvað
„órætt“, hulið sem ekki verði þekkt til fulls. Fyrir kemur að í hinu óræða djúpi örli
á persónugerðri veru, er tefli tilverunni fram, vaki yfir afmörkuðum tíma okkar
á jörðinni og haldi okkur öllum í óséðum höndum. Hér virðist um guðdóm að
ræða jafnvel skapara. — upphaf alls kann þó allt eins að vera „upphafsþruma“,
Stóri hvellur. — Hin hulda vera er þó jafnan þögul, hulin, dul og óþekkjanleg.
Hún er fremur skynjuð á óræðum nótum en opinberuð til hlítar.
Tíðum gætir í ljóðunum hugmynda sem minna á algyðistrú sem felur það í
sér að ekki sé mögulegt að greina á milli skaparans og sköpunar hans. Vera má
að þar sé frekar á ferðinni höfnun á klassískri tvíhyggju sem einkennt hefur vest-
ræna trúarhugsun sem og það stigveldi efnis og anda sem henni er samfara. Af
þessum sökum er tæpast mögulegt að líta svo á að í ljóðum Hannesar sé að finna
handanlæga vídd í hefðbundnum skilningi. Þvert á móti er „hið óræða“, óþekkta
og óþekkjanlega samslungið hinni „þessa-heimslegu“ vídd tilverunnar. Einmitt
þess vegna birtist „hið óræða“ í náttúrulegum fyrirbærum — sólstöfum í skýjarofi
yfir Skagafirði eða sólarlagi á Álftanesi — sem og „þessa-heimslegum“ hlutum
— kerti eða páskaliljum á borði. Allt eru þetta veraldleg sakramentisefni sem