Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 183

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 183
FInnuR DEllSén 188 gera tilraun til að svara spurningunni – til að útskýra hvað í slagorðinu felst eða ætti að felast – með því að rökstyðja tilteknar afstöður til þessara álitamála. Með þessu vonast ég til að komu þrennu til leiðar. Í fyrsta lagi er ég smeykur um að hugmyndin um að fræðin séu fyrir okkur öll sé eða geti orðið að dauðri kreddu, að einhverju sem við játum öll í orði kveðnu en hefur svo lítil sem engin áhrif á líf okkar og störf. Eins og Róbert Haraldsson hefur gert vel grein fyrir getur hin dauða kredda oft virkað sem skálkaskjól fyrir hugsun og hegðun sem við ættum að vera löngu búin að gefa upp á bátinn.3 Með því að draga fram mögulegar forsendur hugmyndarinnar um að fræðin séu fyrir okkur öll, og ræða þær með gagnrýnum hætti, vonast ég til að stuðla að því að halda henni lifandi eða vekja hana aftur til lífsins. Annað markmið mitt með því að velta upp þessum álitamálum er að við áttum okkur betur á því hvaða praktísku afleiðingar það ætti að hafa að fræðin séu fyrir okkur öll. Hvernig ættum við eiginlega að stunda og skipuleggja fræðastörf ef við tökum þessa hugmynd alvarlega og reynum að fylgja henni eftir frá degi til dags? Ætti fræðafólk til dæmis að leggja meiri áherslu á að miðla rannsóknar- niðurstöðum sínum til almennings en það gerir nú þegar? Ætti fræðafólk að velja sér viðfangsefni, og jafnvel rannsóknaraðferðir, út frá öðrum viðmiðum en það gerir nú? Til að svara slíkum spurningum þurfum við bersýnilega fyrst að átta okkur betur á því hvað felst í sjálfri hugmyndinni um að fræðin séu fyrir okkur öll. Í þriðja og síðasta lagi er mér nánast skylt að taka fram – þó ekki væri nema samkvæmisins vegna – að það að dýpka skilning okkar á hugmyndum af þessu tagi með því að kryfja til mergjar hinar heimspekilegu undirstöður þeirra hefur að mínu mati ákveðið gildi í sjálfu sér.4 Einkum hefur það gildi í sjálfu sér að átta sig betur á því hver sé eiginlega tilgangur fræðastarfs, það er vísindalegra og aka- demískra rannsókna, þessarar starfsemi sem við eyðum tíma (sumra) og pening- um (allra) í að ástunda. Með því að grafast fyrir um það fyrir hverja fræðin eru erum við um leið að varpa ljósi á sjálfan tilgang þeirra og þar með réttlætinguna fyrir því að ástunda þau. 2. Ávextir fræðanna Snúum okkar þá að meginefninu, nefnilega því hvernig beri að skilja slagorðið um að fræðin séu fyrir okkur öll. Við fyrstu sýn er eðlilegast að skilja þetta sem svo að fræðin geti af sér tilteknar afurðir sem beri að dreifa til okkar allra. Þetta 3 Róbert Haraldsson, Tveggja manna tal, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001, hér einkum bls. 15–36. 4 ég mun gera betur grein fyrir því hvað í því felst að hafa gildi í sjálfu sér seinna í grein- inni; sjá §3.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.