Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 191
FInnuR DEllSén
196
viðkomandi ætti að hafa áhuga á því. Eins og ég nefndi áðan virðist það vera
einskis virði fyrir mig að vita hvað séu mörg sandkorn í nauthólsvík eða hver sé
núverandi kærasti Kim Kardashian. Ástæðan fyrir því er trúlega meðal annars
sú að ég hef engan áhuga á þessum staðreyndum, og það virðist heldur ekki trú-
legt að ég ætti að hafa einhvern áhuga á svoleiðis staðreyndum. Það mun hvorki
gagnast mér neitt að vita þessa hluti (og það hefur því ekkert nytjagildi) né virðist
hafa nokkuð gildi í sjálfu sér (með öðrum orðum ekkert eigingildi).
Ef ég hefði hins vegar haft brennandi áhuga á staðreyndum af þessu tagi,
eða ef það væri af einhverjum ástæðum trúlegt að ég ætti að hafa áhuga á slíkum
staðreyndum, þá held ég að málið myndi horfa öðruvísi við okkur. Ef ég væri til
dæmis verkfræðingur sem væri að vinna að því að endurskapa nauthólsvíkina
í sömu mynd einhvers staðar annars staðar á landinu þá gæti fjöldi sandkorna
á baðströndinni skipt mig umtalsverðu máli. Kannski hefði ég þá áhuga á því
– eða kannski ætti ég að minnsta kosti að hafa áhuga á því. Og þá væri það trú-
lega einhvers virði – jafnvel einhvers virði í sjálfu sér – að vita hversu mörg þessi
sandkorn eru. Svo að það hvort tiltekin þekking sé einhvers virði fyrir tiltekinn
einstakling er í vissum skilningi afstætt; það ræðst af áhuga viðkomandi eða því
sem viðkomandi ætti að hafa áhuga á.
Þetta er fyllilega samrýmanlegt þekkingarlegri jafnaðarstefnu því eins og
áður segir kveður hún ekki á um það hvaða staðreyndir það eru sem eru ein-
hvers virði í sjálfu sér fyrir hvern einstakling að vita. Þessar staðreyndir geta því
verið mismunandi frá einum einstaklingi til annars, og eru það einmitt ef þær
ráðast af áhuga hvers og eins, eða því sem viðkomandi ætti að hafa áhuga á.
Þekkingarleg jafnaðarstefna kveður aðeins á um að mismunandi einstaklingar
séu jafn réttháir að því leyti að sú þekking sem þeir hafa, eða ættu að hafa, áhuga
á að öðlast sé alltaf einhvers virði, óháð því um hvern er að ræða.
6. Þekkingarsköpun fræðanna
Með þekkingarfræðilegu jafnaðarstefnuna að vopni skulum við nú snúa aftur til
spurningarinnar um hvað eigi að felast í því að fræðin séu fyrir okkur öll. Eins og
ég hef getið um hér að ofan er ein grundvallarafurð fræðastarfs einmitt ný þekk-
ing. En þá vaknar auðvitað spurningin: Hjá hverjum eiga fræðin að skapa þessa
þekkingu? Hverjir eiga að öðlast þá þekkingu sem til verður innan fræðanna?
Í umfjöllunum vísindafræðinga, heimspekinga og sagnfræðinga um eðli og
þróun vísinda er oft einblínt á þá þekkingu sem vísindafólk sjálft öðlast með
rannsóknum sínum.16 nærtækt dæmi um þetta eru kenningar vísindaheimspek-
16 Þessi tilhneiging náði vissu hámarki með tilkomu „sterka skólans“ (e. strong programme) í