Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 192
FYRIR HVERjA ERu FRÆðIn?
197
inga um framfarir í vísindum.17 Í þessum kenningum er algengt að mæla vísinda-
legar framfarir út frá vitsmunalegri stöðu vísindamannanna sjálfra, til dæmis út
frá þekkingu þeirra.18 Vísindalegar framfarir eru þá sagðar eiga sér stað þegar
vísindafólkið sjálft, eða vísindasamfélagið í heild sinni, öðlast meiri þekkingu en
það hafði áður.19
ég er hins vegar farinn að efast verulega um að þetta sé rétta leiðin til að
ná utan um framfarir í vísindum. Þótt það hljómi kannski þversagnakennt held
ég að segja megi að þetta sé of vísindamannamiðuð hugmynd um vísindalegar
framfarir. Raunverulegar framfarir innan vísinda gerast ekki þegar vísindafólk
sjálft öðlast þá þekkingu sem það hefur áhuga á að öðlast, heldur þegar vísindin
gera okkur öllum kleift að öðlast slíka þekkingu.20 Þessu til stuðnings getum við
ímyndað okkur að vísindafólk einhvers staðar í heiminum tæki upp á því að
leyna niðurstöðum rannsókna sinna fyrir öllum utanaðkomandi aðilum sem
kynnu að hafa á þeim áhuga. Reyndar þarf ekki að nota ímyndunaraflið hér því
rannsóknir af þessu tagi eiga sér stað á hverjum degi í svokölluðum rannsóknar-
og þróunardeildum (e. research and development, R&D) ýmissa einkafyrirtækja. Að
mínu viti væri rangt að tala um vísindalegar framfarir í slíkum tilvikum, af því að
það er órjúfanlegur hluti af starfi vísindafólks að gera niðurstöður sínar aðgengi-
legar fyrir þá sem sýna þeim áhuga eða geta haft not af þeim.21
Þetta passar vel við þann boðskap sem felst í þekkingarlegri jafnaðarstefnu.
Samkvæmt þekkingarlegri jafnaðarstefnu er enginn einn hópur í samfélaginu –
vísinda- og tæknifræðum (e. science and technology studies); sjá til dæmis David Bloor, „The
strengths of the strong programme“, Scientific rationality: The sociological turn, ritstjóri james
R. Brown, Dordrecth: Springer, 1984, bls. 75–94. upphaf þessarar tilhneigingar má
þó líklega rekja til Thomas Kuhn, Vísindabyltingar, þýðandi Kristján G. Arngrímsson,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2015.
17 Sjá til dæmis Yafeng Shan (ritstjóri), New Perspectives on Scientific Progress, london: Rout-
ledge, 2022.
18 Alexander Bird, „What is Scientific Progress“, Noûs 1/2007, bls. 64–89.
19 Sjá einkum Alexander Bird, „The aim of belief and the aim of science“, Theoria: An
International Journal for Theory, History and Foundations of Science 2/2008, bls. 171–193. Sjá
einnig lewis Ross, „How Intellectual Communities Progress“, Episteme (í birtingu) og
Keith R. Harris, „Scientific Progress and Collective Attitudes“, Episteme (í birtingu).
20 Finnur Dellsén, „Scientific progress: By-whom or for-whom?“, Studies in History and Philo-
sophy of Science 97/2023, bls. 20–28. Sjá einnig Finnur Dellsén, „Understanding Scientific
progress: The noetic Account“, Synthese 199/2021, bls. 11249–11278.
21 Samanber Liam K. Bright og Remco Heesen, „To be Scientific is to be Communist“,
Social Epistemology (í birtingu). Vísindafélagsfræðingar hafa fært rök fyrir því að það að
miðla niðurstöðum og gögnum til annarra sé ein af nokkrum meginreglum sem vísindin
byggjast á; sjá Robert K. Merton, The Sociology of Science: Theoretical and Empirical Investiga-
tions, Chicago: university of Chicago Press, 1973.