Úrval - 01.06.1947, Side 30

Úrval - 01.06.1947, Side 30
28 tJRVAL hægt að gefa fastar reglur um þróun þess. Það er því skiljanlegt, að hin daglegu vandamál, sem mæta uppalandanum geti orðið tilefni til margvíslegra heilabrota. Einkum er það auðvitað erfitt fyrir móður sem er störfum hlaðin að finna alltaf rétta lausn þegar vanda ber að höndum. En ef maður gerir sér ljóst hvað það er sem maður stefnir að með uppeldinu, verður strax auðveldara að nota þau hjálpar- tæki sem nota verður til að ná tilætluðum árangri. í Ameríku hefir verið gerð athyglisverð til- raun. Álitlegur hópur foreldra var látinn dæma um tiltekinn fjölda galla á börnum. Síðan hafa sálfræðingar verið látnir dæma um þessa sömu galla. Dómarnir voru mjög ólíkir. Yfirleitt dæmdu foreldrarnir þá galla alvarlega, sem sálfræðing- arnir töldu meinlausa, svo sem t. d. blót, óhlýðni, sjálfsfróun (onani), Ijótt orðbragð o. s. frv. Aftur á móti töldu sálfræðing- arnir þá galla alvarlega, sem foreldrarnir töldu meinlausa, s. s. yfirmáta auðsveipni, tor- tryggni, hræðslu, feimni, van- stillingu, kveifarskap, dag- drauma o. s. frv. í 9 af hverjum 10 tilfellum heyrir maður því haldið fram, að börnin eigi fyrst og fremst að vera hlýðin og bera virðingu fyrir fullorðnum. Margir for- eldrar álíta það svo sjálfsagt, að um það þurfi ekki að ræða. En sálfræðingarnir eru ekki á sama máli, og sem dæmi um það álit má nefna litla bók, sem ný- lega er komin út í Svíþjóð eftir hjónin Joachim og Mirjam Val- entin-Israel, ,,Det finnst inga elaka barn.“ Iiöfundarnir leggja áherzlu á að alltof margir upp- eldiserfiðleikar stafi af því að foreldrarnir viti ekki hvað er eðlilegt í hátterni barnsins á hverju þroskastigi um sig. Þau banna og hegna fyrir ýmislegt, sem er börnunum eiginlegt. Stundum getur maður ekki var- izt þeirri hugsun, að börnin séu alin upp beinlínis með það fyrir augum að vinir og kunningjar fjölskyldunnar geti dáðst að þeim. Framkoma foreldranna við börnin stjórnast oft af ótta við það hvað aðrir muni segja. Hugsið ykkur hve margir for- eldrar hafa mikla ánægju af að gorta af afrekum barna sinna. En börnin eru ekki leikföng eða skemmtikraftar fyrir fullorðna fólkið, og börnunum ætti aldrei
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.