Úrval - 01.06.1947, Side 49
HEILDARSAMRÆMIÐ 1 NÁTTÚRUNNI
47
skamma stund á örsmárri plá-
netu — sé þess umkomið að
skilja og skilgreina það sem býr
að baki alls þessa ? Það er erfitt
fyrir náttúrufræðinginn að álíta,
að nokkra tilraun til að skil-
greina lífsaflið, nokkra kenn-
ingu eða trúarsetningu, sem
tekst á hendur að skýra upphaf,
framþróun og þýðingu alheims-
íns, sé rétt að setja fram nema
sem getgátu eða skáldskap.
En þó að náttúrufræðingarnir
séu kannske tregir til að kerfis-
binda og skilgreina hinn óendan-
lega mátt og framvindu, sem
þeir kalla einu nafni náttúru,
eru þeir sér meðvitandi, engu
síður en guðfræðingar, að tengsl
okkar við náttúruna eru eins og
tengsl barns við föður. Hvað
sem náttúran er, er hún óum-
deilanlega foreldri okkar. Þetta
leggur okkur hlýðnisskyldu á
herðar, engu síður af hagnýtum
ástæðum en ræktarsemi. Þess er
til dæmis krafist af okkur, að
við gætum varkárni í fikti okk-
ar við það allsherjar samræmi
sem við köllum „jafnvægið í
náttúrunni".
Þegar náttúrufræðingar tala
um „jafnvægið í náttúrunni“,
eiga þeir ekki við kyrrstöðu, þó
að það sé algeng villa að hugsa
sér jafnvægi þannig. Það er auð-
velt fyrir strangtrúarlega hugs-
andi mann að ímynda sér að
guð hafi skapað heiminn allan
í upphafi: árnar, fjöllin, dýrin,
höfin, allt svo nákvæmlega
samstillt og óháð hvert öðru, að
það verði til eilífðar í sömu
skorðum, ef við röskum ekki
jafnvæginu. En sannleikurinn er
sá, að náttúran er ekki í kyrr-
stöðu, ekki í föstum skorðum.
Hún er verðandi, framþróun.
Hún er stöðugt að breytast og
þróast. Það sem einu sinni var
sjávarbotn lyftist og verður að
hæð, og síðan að f jalli; það sem
einu sinni var slanga, verður að
fugli, og síðar að spendýri; það
sem einu sinni var flatlendi
dregst saman í fellingar, brotn-
ar og rís upp í háa tinda. Hvað
sem það er, þetta vald sem við
köllum náttúru, er það víst að
það á ekkert skylt við kyrr-
stöðu. Athafnir þess eru lifandi
framvinda.
En náttúrufræðingurinn sér
og veit að hin náttúrlega at-
burðarás er mjög hægfara, og
að í þessum þunga, hæga
straumi framvindunnar er efnis-
partur svo nátengdur efnis-
parti, skepnan umhverfinu, um-
hverfið skepnunni, þörfin get-