Úrval - 01.06.1947, Síða 80

Úrval - 01.06.1947, Síða 80
78 tJRVAL unar. Ég stillti mig þó og fór fram að leita þjónsins. Af mik- illi mælsku skýrði ég honum frá átroðningi og frekju Frakkans, og til áherzlu þrýsti ég nokkr- um frönkum í lófa hans. „Rekið þessa dóna út!“ sagði ég. Þjónninn var kurteis, en færð- ist heldur undan — og gagnvart Frökkunum var hann fullur af- sökunar. Axlaypptingar hans gáfu til kynna það, sem hann sagði ekki berum orðum: „Herr- ar mínir, þessar konur eru ensk- ar —dálítið hinsegin, eins og við er að búast. Que voulez-vous f“ Þegar hér var komið, var gangurinn orðinn fullur af Fransmönnum, sem létu í ljós álit sitt á okkur af mikilli mælsku og handatilburðum — með tilvitnunum í mannrétt- indahugsjón frönsku byltingar- innar, langsóttum skilgreining- um á réttlæti og rökræðum um tilveru guðs. Orð tók við af orði og andlit manna urðu svipþung. Ómerkileg þræta tveggja ein- staklinga var á góðum vegi með að verða alþjóðlegt vandamál. Frönskukunnátta Rachelar var svo takmörkuð, að hún treysti sér ekki til að leggja orð í belg, hversu mikið sem hana langaði til þess. „Hvers vegna segir hin ungfrúin ekkert?“ spurði Frakkinn háðslega. Ég fann hvað þessi gallverski hani skemmti sér konunglega á kostnað okkar, þessara úfnu, brezku hæna. Hann vissi að við gátum enga björg okkur veitt. Þá var það sem mér datt í hug hatturinn hans í sambandi við opna gluggann. Ég gat að minnsta kosti fleygt hattinum út, þó að ég réði ekki við eig- andann. En hann hefir hlotið að sjá, hvað mér bjó í huga. Hann brosti hæðnislega, reis á fætur og lokaði glugganum. „Ungfrú,“ sagði hann, „ég vorkenni væntanlegum eigin- manni yðar.“ Ég sá þann kost vænstan að yfirgefa vígvöllinn og strunsaði út með Rachel á hælunum. Ö, hvað ég fyrirleit alla frönsku þjóðina! Ó, hvað þessir frönsku ferðamenn hötuðu Breta! Og hve auðveldlega hefði þetta hat- ur ekki getað breiðzt frá vini til vinar, beggja megin Ermar- sunds! „Hverju er svo sem ekki hægt að búast við af Bretum? Hefi ég nokkurn tíma sagt þér frá ensku kvenskössunum tveim í París-Lyon lestinni ? Þær ætluðu að fleygja gömlum manni út um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.