Úrval - 01.06.1947, Síða 80
78
tJRVAL
unar. Ég stillti mig þó og fór
fram að leita þjónsins. Af mik-
illi mælsku skýrði ég honum frá
átroðningi og frekju Frakkans,
og til áherzlu þrýsti ég nokkr-
um frönkum í lófa hans. „Rekið
þessa dóna út!“ sagði ég.
Þjónninn var kurteis, en færð-
ist heldur undan — og gagnvart
Frökkunum var hann fullur af-
sökunar. Axlaypptingar hans
gáfu til kynna það, sem hann
sagði ekki berum orðum: „Herr-
ar mínir, þessar konur eru ensk-
ar —dálítið hinsegin, eins og við
er að búast. Que voulez-vous f“
Þegar hér var komið, var
gangurinn orðinn fullur af
Fransmönnum, sem létu í ljós
álit sitt á okkur af mikilli
mælsku og handatilburðum —
með tilvitnunum í mannrétt-
indahugsjón frönsku byltingar-
innar, langsóttum skilgreining-
um á réttlæti og rökræðum um
tilveru guðs. Orð tók við af orði
og andlit manna urðu svipþung.
Ómerkileg þræta tveggja ein-
staklinga var á góðum vegi með
að verða alþjóðlegt vandamál.
Frönskukunnátta Rachelar
var svo takmörkuð, að hún
treysti sér ekki til að leggja orð
í belg, hversu mikið sem hana
langaði til þess. „Hvers vegna
segir hin ungfrúin ekkert?“
spurði Frakkinn háðslega. Ég
fann hvað þessi gallverski hani
skemmti sér konunglega á
kostnað okkar, þessara úfnu,
brezku hæna. Hann vissi að við
gátum enga björg okkur veitt.
Þá var það sem mér datt í
hug hatturinn hans í sambandi
við opna gluggann. Ég gat að
minnsta kosti fleygt hattinum
út, þó að ég réði ekki við eig-
andann. En hann hefir hlotið að
sjá, hvað mér bjó í huga. Hann
brosti hæðnislega, reis á fætur
og lokaði glugganum.
„Ungfrú,“ sagði hann, „ég
vorkenni væntanlegum eigin-
manni yðar.“
Ég sá þann kost vænstan að
yfirgefa vígvöllinn og strunsaði
út með Rachel á hælunum. Ö,
hvað ég fyrirleit alla frönsku
þjóðina! Ó, hvað þessir frönsku
ferðamenn hötuðu Breta! Og
hve auðveldlega hefði þetta hat-
ur ekki getað breiðzt frá vini til
vinar, beggja megin Ermar-
sunds!
„Hverju er svo sem ekki hægt
að búast við af Bretum? Hefi
ég nokkurn tíma sagt þér frá
ensku kvenskössunum tveim í
París-Lyon lestinni ? Þær ætluðu
að fleygja gömlum manni út um