Úrval - 01.06.1947, Side 85
ER OFDRYKKJA ÓLÆKNANDI?
83
varir er maðurinn orðinn þræll
eiturlyfsins að nýju.
Sjúklingurinn veit ef til vill
ekki hvað orðið hefur honum
að falli. Hann varð ekki var við
að gikknum var smellt með til-
stilli höfuðverkjarlyfs, sem
hann hélt að væri algerlega
meinlaust. En líkaminn vissi
það.
Sama máli gegnir um áfengi.
Maður getur neytt áfengis
nokkurn veginn reglulega í
mörg ár. Ef til vill verður hann
æðioft drukkinn. ,,En ég get
hætt þegar mér sýnist,“ segir
hann. En skyndilega, án nokk-
urs fyrirvara — eins og þegar
þöndu teygjubandi er sleppt —
vaknar jákvæður næmleiki fyrir
áfenginu.
Og upp frá því er hann of-
drykkjumaður, sem aldrei getur
orðið hinn sami og áður, af því
að hann losnar aldrei við þennan
næmleika. Það er hægt að svæfa
þennan næmleika, bæla hann
niður, en hann er alltaf til stað-
ar — reiðubúinn til að taka við
völdum um leið og maðurinn
finnur lykt af áfengi eða bragð-
ar dropa af því.
Vitum við í hverju þessi já-
kvæði næmleiki er fólginn? Að-
eins að nokkru leyti. Við vitum
af rannsóknum sálfræðinga, að
löngun í áfengi getur að nokkru
leyti átt sálrænar orsakir. En
oflítill gaumur hefir verið gef-
inn að hinum líffræðilegu or-
sökum: þeirri efnastarf semi,
sem áfengisneyslan kemur af
stað í frumum líkamans.
Tilraunir á dýrum hafa leitt í
ljós, að sum þeirra geta orðið
nautnaþrælar á sama hátt og
menn. Api eða hundur verða
ekki nautnaþrælar af sálrænum
orsökum, heldur af því að líkam-
inn hefir vakið hjá sér jákvæð-
an næmleik fyrir nautnalyfinu.
Það er hægt að „lækna“ dýrin
með því að svifta þau algerlega
lyfinu um nokkurt skeið, en hinn
minnsti vottur lyfsins getur
smellt gikknum og vakið
nautnafýsnina að nýju.
Ofdrykkjumenn bregðast við
á sama hátt. Hinn minnsti vott-
ur áfengis getur vakið viðbrögð
hjá líkamanum, sem ætti hann
von á miklu magni áfengis.
Þessi efnastarfsemi líkamans er
móttökunefnd væntanlegrar
drykkjuveizlu. Ef viðbrögðin
eru vakin, en áfengið kemur
ekki, kemst líkaminn úr jafn-
vægi. Hann krefst fullnægingar.
Hann krefst áfengis, svo að