Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 90
«8
tJRVAL.
hann sé ofurseldur ofdrykkj-
unni.
Hann gengst undir læknisað-
gerð, og lofar konu sinni og vin-
um, að héðan í frá skuli hann
gæta sín. Og hann fær aftur
atvinnu og tekur til starfa af
nýjum krafti.
Hann er allur af vilja gerður.
En stefnan er ráðin af efna-
starfsemi hið innra í líkama
hans. Fjöðrin er undin upp, og
þegar búið er einu sinni að vinda
hana upp, verður bindindi á
áfengi aðeins til að þenja hana
enn meira.
„Fyrrverandi“ drykkjumað-
ur er eins og línudansari. Það
er ekkert til fyrir hann sem
heitir „að fá sér einn lítinn". Ef
hann bragðar vín, getur hann
átt á hættu að drykkjufýsnin
yfirbugi hann aftur. Vegur hans
er vissulega þröngur og mjór.
Hann getur aldrei gert sér von
um fullan bata — aðeins „end-
urreisn" — á meðan hann hras-
ar ekki.
★ ir
Spegrill sálarinnar.
Fátækur maður kom til okrara.
„Herra," sagði hann, ,,ég er atvinnulaus, konan mín er veik,
bömin mín svelta og á morgun ætlar húseigandinn að kasta
okkur út á götuna. I guðsbænum lánið mér peninga."
„Lána manni peninga, sem á við alla þessa erfiðleika að
stríða!“ sagði okrarinn. „Þú getur aldrei borgað mér þá aftur.
En af því að þú ert ærlegur á svipinn, ætla ég að gefa þér
tækifæri. Annað augað í mér er glerauga. Ef þú getur rétt upp á
því, hvort þeirra er úr gleri og hvort lifandi, þá skal ég lána
þér peningana."
Maðurinn horfði stundarkom í augu okrarans; svo sagði hann;
„Vinstra augað er úr gleri."
„Rétt! Á hverju sástu það?“
„Ég sá það á því, að það var vingjarnlegri glampi í vinstra
auganu!"
— Emery Kelen í „Intemational Digest."