Úrval - 01.06.1947, Page 103
ADAM
101
„Við komum ekki til þess að
ræða um það við þig — við kom-
um til þess að tala um Hómer
Adam sjálfan."
„Hvað er að?“ spurði ég.
„Hafa þeir skilið hann frá
Mary Ellen sinni?“
„Það er ekki laust við það,“
svaraði María. „Og þeir fóru
skammarlega með hann, þegar
hann kom til Washington.“
„Þessi bannsetti Phelps-
Smythe!“, sagði Thompson.
„Það fyrsta, sem þeir gerðu, var
að dæla í hann ógrynnin öll af
varnarlyf jum. Þeir bólusettu
hann við útbrotataugaveiki,
malaríu, taugaveiki, inflúenzu,
kóleru, bólusótt og ég veit ekki
hvað mörgum sjúkdómum öðr-
um.“
„Þetta er alvarlegt mál,“
sagði María. „Það ríður mikið á,
að maðurinn sé fullkomlega
heilbrigður, þegar svona stend-
ur á.“
„Hvað kemur mér þetta við?“
spurði ég.
„Ég talaði við Adam,“ sagði
Thompson.
„Honum fellur vel við þig, en
veit ekki hvað hefir orðið um
þig. Ef stjórnarvöldin úr-
skurða, að Hómer Adam falli
undir Endurfrjóvgunaráætlun-
ina, en ekki Rannsóknarráðið,
viljum við að þú aðstoðir okkur
við að gæta hans.“
„Guð hjálpi mér,“ sagði ég.
„Ég er þá ráðinn sem barn-
fóstra væntanlegs föður þjóðar
minnar!“
Deilan milli áhangenda End-
urfrjóvgunaráætlunarinnar og
Rannsóknarráðsins, var í raun
og veru deila milli læknanna og
eðlisfræðinganna. Vísindamenn
Rannsóknarráðsins kváðust
þurfa á Adam að halda, til þess
að gera tilraunir og reyna að
finna lyf til úrbóta. Slíkt væri
ekki mögulegt nema með aðstoð
Adams, því að hann væri eini
frjói maðurinn á jörðinni.
En talsmenn Endurfrjóvgun-
arinnar bentu á, að ókleift væri
að halda mannkyninu við án
gervifrjóvgunar, a. m. k. þar
til Rannsóknarráðið hefði fund-
ið upp lyf til lækningar.
Svo fór að lokum, að Endur-
frjóvgunarsinnarnir urðu ofan
á og forsetinn samþykkti, að
gervifrjóvgun skyldi tekin upp.
Til málamiðlunar var Rann-
sóknarráðinu veittur ríflegur
styrkur til vísindalegratilrauna.
Eftir þessi málalok, fór fjöldi
kvenna að gefa sig fram, í því